Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

One Fine Day 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. júlí 1997

She was having a perfectly bad day... Then he came along and spoiled it.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Melanie Parker, arkitekt og móðir Sammy, og Jack Taylor, pistlahöfundur á dagblaði, og faðir Maggie, eru bæði fráskilin. Þau hittast dag einn þegar Jack situr óvænt uppi með Maggie og gleymir að Melanie átti að fara með hana í skólann. Þetta þýðir að bæði börnin missa af skólaferð þann daginn og þurfa að eyða deginum með foreldrum sínum. Þau... Lesa meira

Melanie Parker, arkitekt og móðir Sammy, og Jack Taylor, pistlahöfundur á dagblaði, og faðir Maggie, eru bæði fráskilin. Þau hittast dag einn þegar Jack situr óvænt uppi með Maggie og gleymir að Melanie átti að fara með hana í skólann. Þetta þýðir að bæði börnin missa af skólaferð þann daginn og þurfa að eyða deginum með foreldrum sínum. Þau Melanie og Jack, yfirfæra neikvæðar staðalímyndir fyrrum maka sinna á hvort annað, en enda með því að þurfa að reiða sig á hvort annað til að passa börnin fyrir hvort annað, þar sem bæði þurfa að bjarga störfunum sínum. ... minna

Aðalleikarar

Þægilegt áhorf
Hver kannast ekki við það að vera heima einn eða með einhverjum nákomnum og vilja horfa á mynd sem hægt er að spjalla yfir og sem kemur manni í gott skap? One fine day er þannig. Hún fjallar um mann og konu, Jack og Melanie, sem eiga það eitt sameiginlegt að vera skilin við maka sína og að eiga börn sem eru í sama bekk og eiga að fara í skólaferðalag saman. Jack vinnur hjá stóru dagblaði og er mjög upptekin við vinnunna og hittir dóttur sína ekki oft, en þegar barnsmóðirin giftir sig aftur og þarf að fara í brúðkaupsferð þarf Jack að passa dóttur sína í viku. Melanie er arkitekt og er vön að vera mjög sjálfstæð og hefur alið son sinn upp að mestu leyti sjálf. Þau hittast í skólanum og komast að því að þau eru orðin of sein í rútuna og hlaupa niður að höfn til að koma börnum sínum um borð í bátinn. Þar sjá þau að báturinn er að fara án þeirra og eru þau í vandræðum með börnin. Jack þarf að fara á blaðamannafund og Melanie á kynningu fyrir hugsanlega kaupendur, Jack stingur upp á að þau passi börnin fyrir hvert annað en Melanie tekur það ekki í mál. Á meðan eru börnin að leika sér með símana þeirra og skiptast óvart á þeim. Jack og Melanie komast að þessu og þurfa að hittast aftur til að skiptast á símum og ákveða þá að passa börnin fyrir hvert annað. Þau lenda í alls kyns ævintýrum í New York borg
Myndin er hugljúf og rómantísk og mjög fyrirsjáanleg en samt skemmtileg til að horfa á ef maður er í ákveðnu stuði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn