Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

A Midsummer Night's Dream 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hold on to Your Heart. Cupid is Armed and Dangerous.

116 MÍNEnska

Gamanleikur Shakespeare um tvö ástfangin pör sem eru með röngum félögum, og hvernig þau enda loksins með réttum mökum, sem er að miklu leyti að þakka klaufaskap Puck.

Aðalleikarar


Loksins náði ég að sjá hana, eftir að hafa leigt hana þrisvar með sem gamla spólu, og ekki olli hún mér vonbrigðum.

A Midsummer Night's Dream er byggð á sögu eftir Shakespeare óhætt að segja að hún sé ansi góð og uppfærð á skemmtilegan hátt.

Leikaravalið er frekar gott og fara margir leikarar þar með stjörnuleik og má þar nefna Kevin Kline, Michelle Pfeiffer og eigilega bara alla aðra leikara sem komu að myndinni.

Leikstjóinn stendur sig með príði og leysir verkefnið vel af hendi þannig að það er aldrei dregið á langinn og heldur manni við skjáinn allann tímann.

Þessi mynd er mjög góð til að taka með sem gamla mynd og mætti vera mun sýnilegri í kvikmyndarekkum videóleiganna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var frábær uppfærsla á leikritinu fræga eftir Shakespeare. Það kom mér á óvart hvað leikurinn hjá Kevin Kline var góður. Hann er ekki þekktur fyrir að leika í myndum þar sem textinn byggist á ljóðrænt form leikhúsana. Annars fannst mér Calista Flockhart vera best í þessari mynd. Hún lék Helenu fögru. Calista sýndi og sannaði hvað hún er góð leikkona. Það hefði engin(n) getað leikið þetta hlutverk eins vel og hún. Hún var alveg sniðin í þetta hlutverk. Þetta var frábær mynd sem að kom mér á óvart. Ég skemmti mér alveg frábærlega yfir þessari mynd og er alveg til í að sjá hana aftur og aftur. Þetta er ein besta uppfærsla á leikriti eftir Shakespeare. Allir leikararnir standa sig vel. Handrit þessarar myndar er eitt það erfiðasta sem að hægt er að lesa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn