Náðu í appið
Gambit

Gambit (2012)

"A Fake Painting. The Ultimate Heist."

1 klst 29 mín2012

Sýningarstjórinn Harry Deane er sérfræðingur í myndlist, en hann er einnig mjög hæfur í því að taka við svívirðingum frá yfirmanni sínum, hinum sérlundaða og...

Rotten Tomatoes18%
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sýningarstjórinn Harry Deane er sérfræðingur í myndlist, en hann er einnig mjög hæfur í því að taka við svívirðingum frá yfirmanni sínum, hinum sérlundaða og vægast sagt léttgeggjaða Lionel Shahbandar, sem er jafnframt ríkasti maður Englands. En þetta er um það bil að breytast, enda er Harry búinn að fá sig fullsaddan og ákveður að hrinda af stað áætlun sem hann er með í kollinum sem snýst um að svíkja fé út úr karlinum. Áætlunin er þessi - að plata safnara til að kaupa falsað málverk eftir Monet. Til að aðstoða sig við verknaðinn ræður Deane hressa kúrekastelpu frá Texas. En þegar áætlun þeirra fer að fara úr böndunum þá verður Deane ástfanginn af kúrekastelpunni, sem gerir ekkert nema flækja málin enn frekar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

CBS FilmsUS
FilmNation EntertainmentUS
Crime Scene PicturesUS
Michael Lobell Productions
ArtPhyl