Náðu í appið
Johnny Frank Garrett's Last Word

Johnny Frank Garrett's Last Word (2016)

"They thought they were doing the right thing. They were dead wrong."

1 klst 35 mín2016

Þessi mynd er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem gerðust eftir að nunna að nafni Tadea Benz var myrt á hrottalegan hátt árið 1981 í bænum Amarillo í Texas.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Þessi mynd er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem gerðust eftir að nunna að nafni Tadea Benz var myrt á hrottalegan hátt árið 1981 í bænum Amarillo í Texas. Mikill múgæsingur myndaðist eftir morðið og svo fór að ungur maður var dæmdur til dauða fyrir það þótt sekt hans væri ekki sönnuð. Tíu ár liðu frá því að Johnny Frank Garrett var dæmdur til dauða þar til dauðadóminum var framfylgt. Allan þann tíma reyndi Johnny að fá dóminum hnekkt en allt kom fyrir ekki og svo fór að lokum að hann var tekinn af lífi með eitursprautu. Hans síðustu orð voru að lýsa yfir sakleysi sínu og að hann myndi snúa aftur og hefna sín á þeim sem sakfelldu hann. Og það stóð heima að skömmu eftir aftökuna byrjuðu kviðdómendur og fleiri sem tengdust málinu að týna tölunni einn af öðrum, oft á hinn furðulegasta hátt og við hinar furðulegustu aðstæður ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Simon Rumley
Simon RumleyLeikstjórif. -0001
Ben Ketai
Ben KetaiHandritshöfundurf. -0001

Aðrar myndir

Framleiðendur

Boss Media
A7SLE Films