Once Upon a Deadpool (2018)
Once Upon a Deadpool glæný útgáfa af hinni stórvinsælu Deadpool 2 þar sem búið er að „mixa“ myndina upp á nýtt í sannkölluðum Deadpool-stíl.
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Once Upon a Deadpool glæný útgáfa af hinni stórvinsælu Deadpool 2 þar sem búið er að „mixa“ myndina upp á nýtt í sannkölluðum Deadpool-stíl. Málaliðinn Wade Wilson er, eins og kunnugt er, andhetja með hjarta úr gulli. Hins vegar hefur hann lengi átt við vandamál að stríða í tengslum við vægðarlausar aðferðir sínar og orðbragð, en í tilefni jólanna og með tillit til yngri áhorfenda lofar hann að vera stilltur í kringum hátíðirnar. Once Upon a Deadpool er hlaðin nýjum senum og bröndurum sem ættu að hitta í mark hjá aðdáendum kappans. Í myndinni segir Wade söguna af því þegar hann berst við tímaflakkarann Cable og kallar til leiks fleiri ofurhetjur með samtakamætti sínum.












