Náðu í appið
Pokémon Detective Pikachu

Pokémon Detective Pikachu (2019)

"Finndu slóðina"

1 klst 44 mín2019

Harry Goodman er einkaspæjari í borginni Ryme þar sem mannfólkið og pókémonar búa saman, að mestu í sátt og samlyndi þótt þeir eigi ekki auðvelt...

Rotten Tomatoes68%
Metacritic53
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Harry Goodman er einkaspæjari í borginni Ryme þar sem mannfólkið og pókémonar búa saman, að mestu í sátt og samlyndi þótt þeir eigi ekki auðvelt með að skilja hvers annars tungumál og siði. Þegar Harry hverfur dag einn gersamlega spor- og orðalaust af skrifstofu sinni kemur það í hlut tvítugs sonar hans, Tims, ásamt fyrrverandi félaga Harrys, pókémonspæjaranum Pikachu, að leysa málið, helst með hraði. Samstarf þeirra Tims og Pikachus byrjar að vísu ekkert allt of vel enda hefur Tim lítið álit á pókémonum yfirleitt og vissi þess utan ekki að faðir hans hafði þekkt Pikachu. Auk þess þjáist Pikachu af minnisleysi eftir höfuðhögg sem gæti allt eins tengst hvarfi Harrys, hvernig sem það má annars vera. En eftir byrjunarörðugleika í samskiptum hefjast þeir Tim og Pikachu handa við að safna gögnum og vísbendingum um hvarf Harrys sem eiga fljótlega eftir að leiða þá á slóð illa innrættra aðila sem ógna ekki bara friðinum í Ryme-borg heldur hafa á prjónunum að gera út af við alla pókémona fyrir fullt og allt ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Legendary PicturesUS
The Pokémon CompanyJP
TOHOJP