Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Certified Rotten
Ég veit að þessi mynd er kannski meira ætluð yngri aldurshóp en samt! Þú ert með flotta leikara á borð við Jason Segel og leikstjóri Forgetting Sarah Marshall skrifaði handritið ásamt öðrum. Þegar ég tók eftir þessu í byrjun myndarinnar vonaðist ég til þess að hún yrði meira en því sem ég bjóst við, meðalmoði í besta falli.
En hún gerir það ekki, hún er ekki fyndin og það er takmarkað skemmtanagildi þegar sagan er allt of fyrirsjáanleg. Allar persónur eru algjörar stereótýpur og hinn týpíski vondi kall, leikinn af Chris O'Dowd (úr hinum sæmilegu IT Crowd) er mjög leiðinlegur og ofleikur þetta allt allt of mikið. Guð minn almáttugur, horfði nánast í burtu þegar hann var á skjánum. Jack Black er mjög finn hérna og ekkert það pirrandi. Jason Segel getur varla leikið illa en karakterinn fer honum ekki vel og talsmátinn hans pirraði mig svolítið.
Handritið er fyrirsjáanlegt frá fyrstu mínútu, tæknibrellurnar allt í lagi, skemmtanagildið ekki beint hátt en hittir á rétta húmorinn af og til.
Mæli samt alls ekki með henni, litlir krakkar muna skemmta sér en allir yfir 11 ættu frekar að kíkja á Klovn fyrir góða grínmynd... 4/10
Hefði myndin sleppt War-atriðinu í endann (lagið) þá hefði hún örugglega farið upp í einkunnagjöf, bara fyrir að sleppa því. Það tók dágóðan tíma þangað til að kjánahrollurinn hvarf.
Ég veit að þessi mynd er kannski meira ætluð yngri aldurshóp en samt! Þú ert með flotta leikara á borð við Jason Segel og leikstjóri Forgetting Sarah Marshall skrifaði handritið ásamt öðrum. Þegar ég tók eftir þessu í byrjun myndarinnar vonaðist ég til þess að hún yrði meira en því sem ég bjóst við, meðalmoði í besta falli.
En hún gerir það ekki, hún er ekki fyndin og það er takmarkað skemmtanagildi þegar sagan er allt of fyrirsjáanleg. Allar persónur eru algjörar stereótýpur og hinn týpíski vondi kall, leikinn af Chris O'Dowd (úr hinum sæmilegu IT Crowd) er mjög leiðinlegur og ofleikur þetta allt allt of mikið. Guð minn almáttugur, horfði nánast í burtu þegar hann var á skjánum. Jack Black er mjög finn hérna og ekkert það pirrandi. Jason Segel getur varla leikið illa en karakterinn fer honum ekki vel og talsmátinn hans pirraði mig svolítið.
Handritið er fyrirsjáanlegt frá fyrstu mínútu, tæknibrellurnar allt í lagi, skemmtanagildið ekki beint hátt en hittir á rétta húmorinn af og til.
Mæli samt alls ekki með henni, litlir krakkar muna skemmta sér en allir yfir 11 ættu frekar að kíkja á Klovn fyrir góða grínmynd... 4/10
Hefði myndin sleppt War-atriðinu í endann (lagið) þá hefði hún örugglega farið upp í einkunnagjöf, bara fyrir að sleppa því. Það tók dágóðan tíma þangað til að kjánahrollurinn hvarf.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Cecilia Rivera, Nicholas Stoller
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
www.gulliverstravelsthemovie.com/
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
7. janúar 2011
Útgefin:
12. maí 2011
Bluray:
12. maí 2011