Náðu í appið
Gulliver's Travels

Gulliver's Travels (2010)

"Something big is going down"

1 klst 25 mín2010

Lemuel Gulliver, er afar lítilvægur og nokkuð misheppnaður starfsmaður hjá stóru útgáfufyrirtæki.

Rotten Tomatoes19%
Metacritic33
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Lemuel Gulliver, er afar lítilvægur og nokkuð misheppnaður starfsmaður hjá stóru útgáfufyrirtæki. Hann vinnur í póstdreifingunni innan fyrirtækisins, en hann dreymir um að verða frægur höfundur ferðabóka um fjarlæga staði á jörðinni. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur afar lítið ferðast og býr yfir enn minni þekkingu á skrifum. Einn daginn nær hann hins vegar að ljúga sig upp í stöðu ferðaritara og er sendur af yfirmanni sínum, Darcy, til að tala við mann sem segist hafa uppgötvað leyndardóma Bermúdaþríhyrningsins dularfulla. Maðurinn sem Lemuel talar við sendir hann rakleiðis á litlum bát út í Bermúdaþríhyrninginn, en þegar þangað er komið sogast hann inn í hringiðu og endar á ströndum Putalands, en þar býr afar iðin og gífurlega smávaxin þjóð fólks, sem tilbiður hann umsvifalaust sem verndara ríkis síns. Þá vandast málin heldur betur fyrir hinn hraðlygna Lemuel.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Dune EntertainmentUS
Davis EntertainmentUS
Dune Entertainment IIIUS
20th Century FoxUS

Gagnrýni notenda (1)

Certified Rotten

★★☆☆☆

Ég veit að þessi mynd er kannski meira ætluð yngri aldurshóp en samt! Þú ert með flotta leikara á borð við Jason Segel og leikstjóri Forgetting Sarah Marshall skrifaði handritið ásamt ...