Náðu í appið
The Five-Year Engagement

The Five-Year Engagement (2012)

"A Comedy About the Journey Between Popping the Question and Tying the Knot."

2 klst 4 mín2012

Þau Tom og Violet hafa ruglað saman reitum og ber ekki á öðru en að þau eigi afar vel saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra sé ólíkur.

Rotten Tomatoes64%
Metacritic62
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlíf

Söguþráður

Þau Tom og Violet hafa ruglað saman reitum og ber ekki á öðru en að þau eigi afar vel saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Að því kemur að Tom ákveður að biðja Violet að giftast sér og hún þarf ekki að hugsa sig um áður en hún segir já. Þar með eru þau trúlofuð. En trúlofuninni fylgir sú pressa að allir, bæði vinir, fjölskylda og aðrir ættingjar, vilja fá að vita hvenær sjálft brúðkaupið verður haldið. Í fyrstu stefna þau Tom og Violet á að gifta sig innan árs frá trúlofuninni en óvænt atvinnutilboð sem Violet fær frá fyrirtæki í annarri borg framlengir þá áætlun í tvö ár. Við fylgjumst síðan með hvernig þau Tom og Violet takast á við nýjar aðstæður í nýrri borg undir stöðugri pressu frá frá vinum og vandamönnum að ákveða brúðkaupsdaginn. Þegar Violet býðst síðan að framlengja starfssamning sinn við fyrirtækið sem hún vinnur hjá frestast brúðkaupsdagurinn enn og aftur um óákveðinn tíma með óvæntum afleiðingum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Relativity MediaUS
Apatow ProductionsUS
Stoller Global SolutionsUS
dentsuJP