Náðu í appið
Öllum leyfð

Snow White and the Seven Dwarfs 1937

(Mjallhvít og dvergarnir sjö)

Heigh Ho, Heigh Ho, We're Back!!

83 MÍNEnska

Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala með kossi.

Aðalleikarar

Góð byrjun
Þessi gagnrýni inniheldur spoilera úr myndinni.

Snow White and the Seven Dwarfs er ekki eins minnug og góð og bestu Disney-myndirnar, en miðað við að þetta sé fyrsta teiknimynd í fullri lengd ætti maður ekki að búast við rosalega miklu, þó myndin sé af mörgum talið vera ein af bestu teiknimyndum allra tíma (hún er t.d. í 2 sæti á RT síðunni yfir bestu teiknimyndir allra tíma með 100 % einkunn).

Þar sem þetta er byggt upp á gömlu ævintýri og gerist (líklegast) fyrir nokkrum hundruð árum, er lítið hægt að kvarta undan hversu fljót Snow White er að verða ástfanginn af prinsinum í endanum. Einn koss og höfðu hisst einu sinni áður og hann tekur hana með sér á hestinum sínum. Þetta er smávegis cheesy en myndin einkennist hrikalega mikið af því. Dýr eru frekar mikið notuð miðað við að ekkert af þeim er raunverulegur karakter, en það var augljóslega notað svo að börn mundi skemmta sér betur yfir þessari mynd.

Ég mundi segja að hluti af síðari hluta myndarinnar sé myrkur, en ef það er miðað hana við myndirnar sem komu á eftir henni (Pinocchio, Fantasia, Dumbo og Bambi), þá er þessi mynd lítið óhugnandi og þunglyndisleg.

Flestir karakterarnir er hægt að líka vel við. Snow White sjálf þarf ekki meira en að syngja vera nálægt dýrum til að sýna sjarma og allir dvergarnir eru skemmtilegir. Þeir sem standa mest fram úr að mínu mati eru Grumpy (sem er sá eini sem fær einhverja "character developement" og Dopey (sem náði næstum því að vera í staðinn fyrir Mikka í "The Sorcerer's Apprentice" úr Fantasia). Annars hef ég aldrei verið stór aðdáðandi drottningarinnar. Hún verður óhugnalega í endanum en ekki nálægt því að vera eins minnug og MARGIR aðrir villain-ar frá Disney. Hvernig komst hún í #10 á AFI's 100 Years…100 Heroes and Villains?

Á meðan tónlistin hækkar álitið mitt á myndinni (og inniheldur nokkur mjög grípandi lög, eins og Heigh Ho og The Washing Song) lækkar það aftur vegna tveggja ástæðna:

Atriðið þegar dvergarnir eru að þrífa sig verður of langdregið. Það er ekki oft þar sem atriði í svona stuttri mynd tekur meira en 6 mínútur.
Endirinn: Mér finnst eins og teiknararnir voru að reyna að flýta sér með endinn (virkar og fljótur) og fannst ekkert sérstaklega skemmtilegt að Snow White fer frá dvergunum sem hún hefur búið hjá í einhvern tíma til að fara með fallega prinsinum sem hún hafði séð einu áður séð. Grunnhyggin?

Snow White er löngu orðin klassísk mynd. Ég hafði gaman af henni en eina mikilvægi hennar var að hún var sú fyrsta. Myndin sjálf var ekki eins góð og margir telja.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snow white and the seven dwarfs er eins og flestum er kunnugt fyrsta teiknimyndin í fullri lengd og það voru öldungis ekki fáir sem töldu Disney vera kolbrjáðan rugludall fyrir að ætla að gera langa mynd úr þessu vanmetna listformi. Alls tók fjögur ár að gera Mjallhvíti sem er að mínu mati besta Disney-myndin en hún er í bókstaflegri merkingu einstök. Það sem mér þótti einna athyglisverðast var hvernig Disney tekst að breyta sögunni aðeins en hann varð nú síðar þekktur fyrir það að breyta klassísum sögum óhóflefga mikið. Persónurnar eru allar æðislegar og dvergarnir eru yndilegir Mjallhvæit er nú óttalega dauf en er vel teiknuð og það gerir einmitt gæfumuninn. Flesar senurnar hafa eitthvað sér til ágætis og er þessi að mínu mati eiginlega Disney-myndin sem nær því því flestar eru einhvern vegin með dauða punkta sumstaðar og það er frekar slæmt en Mjalhvít gerir það alls ekki
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vil byrja á að taka það fram að þessi umfjöllun er um hina glænýju íslensku talsetningu á þessari klassísku mynd, sem nýlega var gefin út á myndbandi og DVD.

Mamma mín keypti þessa um leið og hún kom út á íslensku, enda hefur Mjallhvít löngum verið uppáhald allra hennar barnabarna, og höfðum við fram að því þurft að lesa upp textann fyrir þau.

En það var með ákveðnum fyrirvara sem ég settist niður nokkrum dögum fyrir jól með 2ggja og hálfs árs gamalli bróðurdóttur minni til að horfa á perluna með íslensku tali. Íslenskar talsetningar á Disneymyndum hafa jú margar verið ágætar, en mér var samt ekki um sel. Ef satt skal segja hafði ég kviðið þessarar útgáfu allar götur síðan Disney fór að endurútgefa gömlu perlurnar sínar. Hver íslenskra söngkvenna gæti mögulega talað og SUNGIÐ fyrir Mjallhvíti? Þessi bjarta og tæra telpurödd var einfaldlega hvergi til í íslenskri leik- né söngkonuflóru. (ekki að íslenskar söng og leikkonur séu ekki margar frábærar - það var bara engin til sem passaði í þetta hlutverk).

En mér var heldur betur komið skemmtilega á óvart. Vigdís Hrefna Pálsdóttir minnir mig að hún heiti (- og ég held að hún sé á 4. ári í leiklistarskólanum), sem bæði talar og syngur FULLKOMLEGA fyrir Mjallhvíti. BRAVA Vigdís!!! Ég vil taka það fram að ég er sjálf söngnemi, og því einstaklega harður gagnrýnandi á þetta atriði. En Vigdís gerir þetta alveg alveg jafn vel og hin upprunalega Adriana Caselotti, og tekst þannig að færa hina yndislegu Mjallhvíti yfir á íslensku. Tenórinn sem syngur fyrir prinsinn er líka mjög góður (því miður man ég ekki hvað hann heitir - ég hef ekki myndina við höndina).

Mig langaði alveg ferlega mikið að gefa þessari talsetningu 4 stjörnur (eins og upprunalega myndin fær að sjálfsögðu), vegna þess hvað ég er ánægð með leikarana sem tala og syngja. En ég verð að taka hálfa stjörnu af vegna þýðingarinnar sem er oft ákaflega klaufaleg og varla íslensk! þýðandi hefur leyft sér að klippa út smáorð hér og þar, eða fornöfn, eða jafnvel litlar sagnir. Líklega er þetta gert til að textinn passi betur við munnhreyfingar persónanna, þ.e. verði ekki of langur, en oft er þetta algjör óþarfi. Dæmi: þegar Mjallhvít skipar dvergunum að fara út og þvo sér fyrir matinn segir Glámur: 'Til hvers? Við erum ekki að fara neitt. Og ekki nýár'. Hvernig væri 'Og ekki ER nýár!'? Fyrst reyndi ég að leiða þetta hjá mér, en því miður eru svona dæmi út um allt í myndinni. Og þessi mynd er fyrir aldurshóp sem er einmitt að læra að tala!

En fyrir utan þennan ágalla er myndin auðvitað alveg yndisleg - fyrir augu, eyru og sál bæði barna og fullorðinna. (og ég verð aftur að segja að Vigdís er frábær!!!)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd. Meistaraverk, fyndin og yndisleg, frábær skemmtun fyrir alla. Áhugaverð staðreynd: Stúlkan sem var fyrirmyndin að Mjallhvíti var íslensk að uppruna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn