Náðu í appið
Being There

Being There (1979)

"Life is a state of mind."

2 klst 10 mín1979

Hinn einfeldningslegi garðyrkjumaður Chance hefur búið allt sitt líf hjá gömlum manni í Washington D.C.

Rotten Tomatoes95%
Metacritic83
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Hinn einfeldningslegi garðyrkjumaður Chance hefur búið allt sitt líf hjá gömlum manni í Washington D.C. Þegar gamli maðurinn deyr þá þarf Chance að yfirgefa húsið án þess að hafa neina vitneskju um heiminn, fyrir utan það sem hann hefur lært af því að horfa á sjónvarpið. Eftir að hann lendir utan í limúsínu, þá endar hann með að vera boðið heim til konu, Eve, og eiginmanns hennar, Ben, sem er áhrifamikill en heilsuveill athafnamaður. Nú gengur Chance fyrir misskilning undir nafninu Chauncey Gardner, og verður trúnaðarvinur Ben, og fer óvænt og óafvitandi að spila rullu í pólitíkinni.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Það tók Peter Sellers nærri níu ár að koma þessari mynd á koppinn, einkum vegna þess að ferillinn var búinn að ná ákveðnum lágpunkti og ekkert framleiðslufyrirtæki í Hollywood vildi vinna með Sellers. Eftir endurvakningu og velgengni Pink Panther myndanna þá ákvað Lorimar Pictures loksins að gefa verkefninu grænt ljós.
Fyrirmynd raddar Chance var átrúnaðargoð Peter Sellers; Stan Laurel.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Northstar MediaUS
Lorimar Motion PicturesUS

Verðlaun

🏆

Melvyn Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Peter Sellers fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.

Gagnrýni notenda (1)

Mynd um mann sem hefur alla sína ævi lifað og búið í einu húsi og unnið þar sem garðyrkjumaður. Þegar húsbóndi hans deyr verður hann að fara í alvöru heiminn sem hann hefur aðeins ...