Náðu í appið
Öllum leyfð

The Hustler 1961

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They Called Him

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

"Fast" Eddie Felson er knattborðsleikari ( pool ) og bragðarefur. Hann er mjög hæfileikaríkur, en býr fyrir sjálfseyðingarhvöt. Hann skorar hinn goðsagnakennda "Minnesota Fats" á hólm í knattborðsleik þar sem mikið er lagt undir, en hann tapar leiknum. Nú er hann blankur og búinn að missa umboðsmann sinn. Það er á brattann að sækja fyrir Felson, sem þarf... Lesa meira

"Fast" Eddie Felson er knattborðsleikari ( pool ) og bragðarefur. Hann er mjög hæfileikaríkur, en býr fyrir sjálfseyðingarhvöt. Hann skorar hinn goðsagnakennda "Minnesota Fats" á hólm í knattborðsleik þar sem mikið er lagt undir, en hann tapar leiknum. Nú er hann blankur og búinn að missa umboðsmann sinn. Það er á brattann að sækja fyrir Felson, sem þarf núna að endurheimta sjálfstraustið og komast aftur í stuð í knattborðsleiknum. Það er ekki fyrr en hann er kominn alveg á botninn að hann samþykkir að vinna fyrir hinn miskunnarlausa og harða umboðsmann Bert Gordon. Gordon samþykkir að fara með honum í ferðalag til að kenna honum öll helstu trixin í bókinni. En Felson áttar sig fljótt á því að leiðin á toppinn gæti kostað hann sálina, og jafnvel kærustuna. Mun hann ákveða að þetta sé of dýru verði keypt?... minna

Aðalleikarar


Paul Newman er hreint rafmagnaður í einu af sínum allra frægustu og bestu hlutverkum sem ballskákarsnillingurinn og bragðarefurinn Eddie Felson sem fæst við stóra karla og litla á borðinu en fær annað sjónarhorn á hlutunum þegar hann verður ástfanginn. Aukaleikaraliðið er með afbrigðum gott með Jackie Gleason í óskarsverðlaunahlutverki og það gustar af George C. Scott og Piper Laurie í sínum hlutverkum. Niðurdregið melódrama en einkar áhrifamikið með stórgóðum ballskákarsenum í sérlega mögnuðu andrúmslofti ballskákarsalanna. Framhaldið kom rúmlega tveim áratugum seinna í myndinni The Color of Money með Newman í sama hlutverki að ala upp nýjan snilling leikinn af Tom Cruise. Ég gef þessari stórgóðu kvikmynd tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við þá sem hafa gaman af klassískum, pottþéttum og ógleymanlegum stórmyndum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn