Náðu í appið
Brahms: The Boy II

Brahms: The Boy II (2020)

"He's made a friend"

1 klst 26 mín2020

Eftir að brotist er inn á heimili þeirra í Lundúnum þá eru Liza og sonur hennar Jude skelfingu lostin.

Rotten Tomatoes11%
Metacritic29
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Eftir að brotist er inn á heimili þeirra í Lundúnum þá eru Liza og sonur hennar Jude skelfingu lostin. Lisa verður kuldaleg gagnvart eiginmanninum Sean, og Jude hættir að tala. Liza og Sean ákveða að breyta til og flytja upp í sveit, skammt frá Heelshire sveitasetrinu. Sálfræðingur Jude, Dr. Lawrence, samþykkir ráðahaginn. Á göngu í gegnum skóginn ásamt mömmu sinni þá finnur Jude postulínsdúkku og ákveður að taka hana með sér. Þau hitta garðyrkjumanninn á staðnum, Joseph, og hundinn Oz, og þeir ganga með Liza og Jude heim á leið. Jude verður heltekinn af dúkkunni sem hann kallar Brahms. Smátt og smátt fer hegðun Jude að breytast og skrýtnir hlutir fara að gerast í húsinu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

STXfilmsUS
Lakeshore EntertainmentUS