Eddie Murphy í sínu besta formi í þessari mynd. Sínir snilldartakta með stórkostlegri fyndni sinni. Myndin er gamanmynd og spennumynd í senn og er þetta einstök flétta. Útkoman er lauflét...
The Golden Child (1986)
"Eddie Murphy Is The Chosen One"
Á óþekktum stað í Tíbet býr ungur drengur með dulræna hæfileika, Gullna barnið ( The Golden Child ), sem sýnir mátt sinn og megin með því að vekja dauðan fugl til lífsins.
Bönnuð innan 14 áraSöguþráður
Á óþekktum stað í Tíbet býr ungur drengur með dulræna hæfileika, Gullna barnið ( The Golden Child ), sem sýnir mátt sinn og megin með því að vekja dauðan fugl til lífsins. En hópur af þorpurum, undir forystu dularfulls manns, brýst inn í musterið þar sem Gullna barnið býr, drepur munkana og nemur drenginn á brott. Nokkru síðar er ung kona að nafni Kee Nang að horfa á sjónvarpið í Los Angeles þar sem hún sér Chandler Jarrel, starfsmann í félagsþjónustunni. Hún fer á fund hans og segir honum að hann sé sá útvaldi, og örlög hans séu þau að bjarga Gullna barninu, frelsara mannkyns, úr klóm hins illa djöfuls Sardo Numspa, sem hættir ekki fyrr en hann kemur höndum yfir drenginn. En Jarrell gefur lítið fyrir allt þetta dulræna bull, en kemst að fleiri og fleiri sönnunum fyrir því að djöflatrú spili hér rullu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



















