Spider-Man: No Way Home (2021)
"The Multiverse Unleashed."
Í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er vinalega hetjan okkar ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
OfbeldiSöguþráður
Í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er vinalega hetjan okkar ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins. Þegar hann leitar hjálpar hjá Dr. Strange, þá verður misheppnaður galdur til þess að hættulegir óvinir úr öðrum heimum birtast. Peter Parker þarf nú að átta sig á hvað það þýðir í raun og veru að vera Köngulóarmaðurinn.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Með þessari mynd verður Jon Watts fyrsti leikstjórinn til að leikstýra Marvel þríleik, en enginn leikstjóri hefur náð að leikstýra öllum þremur myndunum í þríleik, sbr. Iron Man og Captain America. Það mesta sem leikstjórar hafa náð til þessa eru tvær myndir í röð.
Aðalleikarinn Tom Holland byrjaði að leika í myndinni aðeins tveimur dögum eftir að tökum lauk á annarri mynd hans, Uncharted, sem kemur í bíó 2022.
Þetta er í tíunda skipti sem leikarinn og leikstjórinn Jon Favreau kemur að Marvel kvikmynd. Hann kom við sögu í Iron Man þríleiknum, The Avengers fjórleiknum og þremur Spider-Man myndunum nýjustu.
Þegar Peter Parker er að klæða sig í búning köngulóarmannsins ofaná bílþaki þá er leigubíll í baksýn. Númer leigubílsins er 1228. Það er vísun í afmælisdag Stan Lee, höfund Spider-Man, en hann fæddist 28. desember 1922.
Þetta er 27. Marvel kvikmyndin.
Alfred Molina, sem leikur Doc Ock, var yngdur með stafrænni tækni til að láta hann líta meira út eins og í síðustu Spider-Man mynd sem hann lék í árið 2004. Þá voru armarnir á baki hans tölvugerðir, en voru ekki handstýrðir eins og í fyrri myndinni.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Marvel StudiosUS

Pascal PicturesUS

Columbia PicturesUS




























