Oasis Knebworth 1996 (2021)
Þann tíunda og ellefta ágúst árið 1996 fjölmenntu 250 þúsund ungir tónlistarunnendur á Knebworth Park til að sjá bresku rokkhljómsveitina Oasis spila tvo tónleika, sem...
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Þann tíunda og ellefta ágúst árið 1996 fjölmenntu 250 þúsund ungir tónlistarunnendur á Knebworth Park til að sjá bresku rokkhljómsveitina Oasis spila tvo tónleika, sem mörkuðu þáttaskil. Tónleikarnir seldust upp á innan við einum degi og 2% ungra Breta reyndu að kaupa miða. Þetta var á þeim tíma þegar Bretland var að stíga upp úr efnahagslægð. Vaxandi sjálfstraust og hugur var í lista- og menningarlífi landsins og ris Oasis til frægðar og frama endurspeglaði stöðuna og andann í landinu. Í myndinni fáum við að heyra mörg af frægustu lögum Oasis eins og Champagne Supernova, Wonderwall og Don´t Look Back in Anger.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


















