Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Macleane (Johnny Lee Miller) er aðalsmaður sem á ekki bót fyrir rassinn á sér og er frekar ómerkilegur pappír af þeim sökum hjá aðlinum í Englandi árið 1740. Þegar á að setja hann í skuldafangelsi hittir hann þjófinn Plunkett (Robert Carlyle) sem ræðst á vagninn hans og rænir þaðan rúbíni. Þeir sleppa báðir en nást aftur og meðan þeir eru í fangelsinu ákveða þeir að það gæti verið góð hugmynd að ræna aðalinn. Plunkett er flinkur með byssuna og er góður þjófur en Macleane veit hvernig á að hegða sér innan um aðalsfólkið og slá ryki í augun á því. Smám saman þróast með þessum tveimur ólíku mönnum vinátta. Málin flækjast síðan þegar Macleane verður ástfangin af lafði Rebekku (Liv Tyler) en hún er um það bil að fara að giftast hinum illa lögreglustjóra sem er heltekinn af því að ná þeim félögum. Þessi mynd er það sem maður gæti kallað hina fullkomnu meðalmynd. Sagan rennur áfram þýðlega án þess að nokkuð stórkostlegt gerist út alla myndina. Reyndar er fyrri parturinn betri en sá seinni og myndin er stundum þónokkuð fyndin í fyrri hlutanum. En myndin er alls ekki djúp og hún verður auðgleymd um leið og maður labbar út úr bíóinu. Flatneskjan verður nú aðallega að skrifast á handritið og yfirborðskennda leikstjórn Jake Scott. Það besta eru leikararnir. Þar stendur Robert Carlyle upp úr og fer hann alltaf létt með að stela senunni. Sorglegt að hann skyldi ekki fá meira til að moða úr. Johnny Lee Miller fellur nú reyndar ansi mikið í skuggan af Carlyle en gerir samt sitt vel. Og Liv Tyler er einnig ágæt sem lafði Rebekka þrátt fyrir að persóna hennar sé frekar óspennandi. Sviplítil en ágætis afþreying á meðan hún varir.
Heldur þunn gamanmynd, þar sem fínir leikarar fá ekki, sökum slæmrar sögu, að sýna hvað í þeim býr. Á þó nokkra góða punkta við og við, þó það dugi ekki til að gera hana á nokkurn hátt minnisstæða. Eitt fór alveg sérlega í taugarnar á mér. Orðið fuck er notað nokkrum sinnum í myndinni, en eins og fullorðið fólk veit var orðið ekki til fyrr en kringum aldamótin 1900, allnokkru eftir að myndin gerist. Hinsvegar er myndin ekki alslæm og vel líklegt að sumir hafi gaman af, hafi menn ekkert skárra við tímann að gera.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Tekjur
$474.900
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. júní 1999
VHS:
16. nóvember 1999