Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Christian Bale, sem leikur Gorr, hafnaði upphaflega boði um að leika í annarri ofurhetjumynd eftir að hann lék Batman í The Dark Knight Rises frá 2012. Honum fannst þessi geiri óáhugaverður leikrænt séð fyrir sig og fannst óspennandi að klæðast búningi Batman. Hann samþykkti þó að leika í þessari kvikmynd vegna aðdáunar sinnar á fyrri verkum leikstjórans Taika Waititi, auk þess sem börnin hans hvöttu hann ákaft til að vera með.
Fjölskylda Chris Hemsworth birtist í kvikmyndinni. Synir hans Sasha Hemsworth og Tristan Hemsworth leika Thor ungan. Dóttir hans India Rose Hemsworth leikur dóttur Gorr, Love. Bróðir hans Luke Hemsworth leikur sviðsleikara sem leikur Thor í leikriti. Eiginkona Chris, Elsa Pataky, leikur fyrrum ástkonu Thor.
Guð Korgs, Ninny-Nonny, situr í hásæti gerðu úr skærum í konungsríki Seifs, því í leiknum Steinn, blað, skæri, þá sigrar steinninn skærin.
Natalie Portman, sem leikur Jane Foster og Þór, sagði í samtali við Total Film að Christian Bale hefði litið mjög skelfilega út þegar hann var kominn í búninginn. \"Börnin hlupu grátandi í burtu,\" sagði hún. \"En inn á milli var hann að spjalla og sagði, \"hvað segja menn, eru ekki allir hressir,\" sem var skrýtið því allir voru hræddir við hann.\"
Geitur Þórs, Toothgrinder og Toothgnasher, leika stór hlutverk í kvikmyndinni. Geiturnar hafa áður birst í Marvel teiknimyndasögunum og einnig koma þær fyrir í gömlu fornsögunum um Þór. Stöðug og hávær öskrin í þeim eru tilvísun í fræg net-jörm (e.meme) af öskrandi geitum.
Chris Hewsworth, sem leikur hér Thor í áttunda skiptið, hefur aldrei verið stærri. Hann þyngdi sig upp í 105 kíló fyrir hlutverkið. Lleikarinn borðaði átta sinnum á dag alla tökudaga, bara til að viðhalda þeim vöðvamassa sem hann hafði náð í aðdragandanum.
Það var hugmynd Russell Crowe að láta Seif tala með grískum hreim. Leikstjórinn Taika Waititi vildi breskan hreim fyrir gríska guðinn, þannig að hann tók Crowe alltaf upp tvisvar, fyrst með breskum hreim og svo með grískum. Hann sá svo í lokin að gríski hreimurinn kom betur út.
Kvikmyndin var tekin upp í Ástralíu, heimalandi Chris Hemsworth, og nágrannalandi Taika Waititi og Russell Crowe, sem eru frá Nýja Sjálandi.
Skip Valkyrie heitir Ægir en í norrænu fornsögunum er það risi sem tengist hafinu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Taika Waititi, Stan Lee, Jennifer Kaytin Robinson
Kostaði
$250.000.000
Tekjur
$746.900.000
Vefsíða:
movies.disney.com/thor-love-and-thunder
Frumsýnd á Íslandi:
6. júlí 2022