Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Frenzy 1972

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Just an ordinary necktie used with a deadly new twist.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 92
/100

Íbúar Lunduna eru óttaslegnir þar sem grimmur kynferðisglæpamaður og morðingi, sem þekktur er sem hálsbindamorðinginn, gengur laus. Eftir hrottalegt morð á fyrrum eiginkonu hans, þá er hinn óheppni Richard Blaney, grunaður um morðið. Hann leggur á flótta, staðráðinn í að sanna sakleysi sitt.

Aðalleikarar


Hér er nú bara skemmtileg mynd hér á ferð og snillingurinn Alfred Hicthook að leikstýra þessa mynd bara ágætlega. Þetta er nú næstsíðasta myndinn hans sem hann leikstýrir en held samt að þetta sé topp tíu mynd hans. Myndinn Frenzy fjallar um það að í London er alveg snarruglaður morðingi sem drepur konur með hálsbindini sínu. Löggan reynir nátturulega að reyna stöðva þennan bófa en í staðinn elta þeir kolvitlausan saklausan mann. Hann reynir að fá hjálp hjá vinum sínum og mun hann sleppa? Það fáum við að sjá í myndinni. Mér fannst nú þessi mynd bara svona skemmtileg mynd sem var með nokkuð ágæta spennu en var að enga síður með varla neinn hasar(það eru allir örugglega sammála mér á). Leikararnir leika þennan leik vel og þá tek ég sérstaklega fram aðalleikarann hvað hann var góður. Svo voru líka aukaleikararnir góðir líka en hann bar mest frammúr. Ég hefði nú viljað sjá fullkomnari endir og það er ég mjög óánægður með. Þess vegna gef ég henni tvær og hálfa. Ég ætla að enda á því að þessi mynd er bara ágætis skemmtun og ég vona að það eru til fleiri betri myndir með honum því þessi var nú nokkuð góð. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sakleysingi er hundeltur af lögreglunni á meðan raunverulegi kvennamorðinginn, hrottalegur kyrkjari, heldur uppteknum hætti í London. Verulega góð kvikmynd úr safni Alfred Hitchcock sem sýnir að meistarinn var ekkert farinn að dala undir lok ferils síns, en Frenzy var næstsíðasta kvikmyndin sem hann gerði. Góður, svartur húmor, en heimilislíf aðal rannsóknarlögreglumannsins er t.a.m. hinn hreinasti unaður, í bland við öll illvirkin og einkar góða spennu. Myndataka og klippingar eru fyrsta flokks og leikurinn er ekki síðri, hér fara þau Jon Finch, Barry Foster, Barbara Leigh-Hunt, Anna Massey og Alec McCowen alveg hreint á kostum. Það sem eyðileggur eilítið fyrir því að myndin eldist ekki eins vel og ella hefur orðið er tíska tímabilsins. Að öllu öðru leyti er myndin stórfengleg og verðskuldar hvorki meira né minna en þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Langt frá því í hópi bestu Hitchcock - myndanna, en flestum myndum fremri þó, enda var gamli ekkert minna en frábær. Fjallar um leit Lundúnalögreglunnar að snældubiluðum manni sem hefur þann hundleiðinlega ávana að kirkja konur með bindunum sínum. Nú, löggan gerir þann feil, eins og í mörgum myndum, að taka til við að elta kolrangan mann og kann hann því eðlilega fremur illa. Myndin inniheldur eina snilldarlegastu töku kvikmyndasögunnar að mínu mati, þegar myndavélin eltir morðingjann og eitt fórnarlamb hans upp stiga og bakkar svo aftur til baka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn