Náðu í appið
Topaz

Topaz (1969)

"Hitchcock takes you behind the actual headlines to expose the most explosive spy scandal of the century!"

2 klst 23 mín1969

Háttsettur rússnesskur njósnari, Boris Kusenov, biður um hæli í Bandaríkjunum árið 1962 ásamt eiginkonu og dóttur, með hjálp leyniþjónustumannsins bandaríska Michael Nordstrom.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Háttsettur rússnesskur njósnari, Boris Kusenov, biður um hæli í Bandaríkjunum árið 1962 ásamt eiginkonu og dóttur, með hjálp leyniþjónustumannsins bandaríska Michael Nordstrom. Í Washington þá segir Kusenov frá aðgerðum Rússa á Kúbu, og Norstrom biður franskan njósnara og vin sinn Andre Devereaux að fá fleiri gögn frá kúbanska leiðtoganum Rico Parra með hjálp hins spillta and-ameríska ritara síns Luis Uribe. Devereaux fer síðan til Kúbu til að fá fleiri sönnungargögn um kúbönsku eldflaugarnar ásamt hjákonu sinni Juanita de Cordoba. Þegar Devereaux snýr aftur til baka þá fær hann skipanir frá frönsku leyniþjónustunni um að snúa aftur til Frakklands til að skýra frá þátttöku sinni í Kúbumálinu. Nordstrom fær fund með Devereaux ásamt Boris, og hann skýrir honum frá Topaz, sem er dulnefni á hópi háttsettra franskra ráðamanna sem vinna fyrir Sovétríkin. Einnig greinir hann frá því að franski NATO fulltrúinn Henri Jarre sé næstráðandi í njósnahringnum Topaz, sem lekur trúnaðargögnum til Sovétmanna, og yfirmaður njósnamála er einungis þekktur undir nafninu Columbine. Devereaux áttar sig á að hann geti ekki opinberað sannleikann í málinu fyrr en hann finnur út hver svikarinn er.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Alfred J. Hitchcock ProductionsUS

Gagnrýni notenda (1)