Náðu í appið
Marnie

Marnie (1964)

"Would his touch end Marnie's unnatural fears or start them again?"

2 klst 10 mín1964

Marnie Edgar er óforbetranlegur lygari og þjófur sem fær sér regluega nýja vinnu sem ritari og eftir nokkra mánuði í starfi þá rænir hún fyrirtækið...

Rotten Tomatoes78%
Metacritic73
Deila:
Marnie - Stikla

Söguþráður

Marnie Edgar er óforbetranlegur lygari og þjófur sem fær sér regluega nýja vinnu sem ritari og eftir nokkra mánuði í starfi þá rænir hún fyrirtækið sem hún vinnur hjá, og stelur að jafnaði nokkrum þúsundum Bandaríkjadala. Þegar hún fær vinnu hjá Rutland´s, þá fær myndarlegur eigandi fyrirtækisins, Mark Rutland, augastað á henni. Hann kemur í veg fyrir að hún nái að stela frá honum og hlaupast á brott, eins og hún gerir jafnan, og neyðir hana til að giftast sér. Brúðkaupsferðin þeirra endar með ósköpum og hún þolir ekki að láta karlmann snerta sig. Þegar þau koma heim aftur þá ræður Mark spæjara til að grennslast fyrir um fortíð hennar. Þegar hann kemst að því hvað kom fyrir hana í barnæsku sem er orsök þess hvernig hún er í dag, þá ákveður hann að reyna að hitta á móður hennar til að færa þá hræðilegu hluti upp á yfirborðið sem gerðust þegar hún var barn, til að bældar minningarnar hái henni ekki áfram, og hann nái að bjarga henni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Alfred Hitchcock er sennilega minn uppáhaldsleikstjóri, og það er mikill fengur í nýja DVD-safninu sem Universal var að gefa út með flestum myndum meistarans. Marnie var ein af þeim Hitchcoc...

Framleiðendur

Alfred J. Hitchcock ProductionsUS
Universal PicturesUS