Blacklight (2022)
"They're gonna need more men"
Travis Block starfar sjálfstætt fyrir stjórnvöld að ýmsum leynilegum verkefnum, en hann hefur meðal annars tekið að sér að frelsa leyniþjónustufólk úr háleynilegum og erfiðum...
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Travis Block starfar sjálfstætt fyrir stjórnvöld að ýmsum leynilegum verkefnum, en hann hefur meðal annars tekið að sér að frelsa leyniþjónustufólk úr háleynilegum og erfiðum aðstæðum. Þegar Block kemst á snoðir um skuggalegt verkefni sem kallast Operation Unity, þar sem almennir borgarar eru drepnir af ókunnum ástæðum, sem er einungis á vitorði yfirmanns Blocks, yfirmanns alríkislögreglunnar FBI, Robinson, þá fær hann hjálp frá blaðamanni við að leysa málið. En fortíð hans og nútíð rekast á þegar dóttur hans og barnabarni er ógnað. Núna þarf Block að bjarga fólkinu sem hann elskar og afhjúpa sannleikann í þeirri von að fá uppreisn æru. Ekkert og enginn er öruggur þegar leyndarmálin fá að krauma undir yfirborðinu.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



























