Nope (2022)
"A New Terror from the Mind of Academy Award winner Jordan Peele."
Systkinin OJ og Emerald Haywood búa á búgarði í gili langt uppi í sveit í Kaliforníu.
Deila:
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Systkinin OJ og Emerald Haywood búa á búgarði í gili langt uppi í sveit í Kaliforníu. Þau verða vitni að yfirnáttúrulegum atburðum þegar hlutir byrja að falla af himnum ofan. Þau reyna að ná myndbandi af fyrirbærunum með aðstoð sölumannsins Angel Torres og heimildarmyndagerðarmannsins Antlers Holst.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Persóna Stephen Yeun, Jupe, er með stór skæri á skrifborði sínu. Það eru sömu skærin og notuð voru í síðustu mynd Jordan Peele, Us, frá 2019.
Jordan Peele segir að King Kong og Jurassic Park skrímslamyndirnar, vísindaskáldsögurnar Close Encounters of the Third Kind (1977) og Signs (2002), og ævintýramyndin Galdrakarlinn í Oz (1939) séu allt áhrifavaldar við gerð Nope. Hann segir að allar myndirnar innihaldi mikið sjónarspil, sem er stórt þema í Nope.
Systkinin Emerald og OJ klæðast, í stíl við nöfn sín, grænu og appelsínugulu.
Jordan Peele sagðist hafa skrifað handritið á tímabili þegar hann hafði áhyggjur af framtíð kvikmyndanna. \"Þannig að það fyrsta sem ég vildi gera var að skapa sjónarspil. Ég vildi gera eitthvað sem áhorfendum fyndist þeir yrðu að mæta í bíó til að sjá og upplifa.\"
Fyrsta hrollvekjan sem tekin er upp með IMAX risamyndaupptökuvélum.
22. júlí 2021 birti Jordan Peele færslu á Instagram með titlinum NOPE. Nákvæmlega ári síðar var myndin frumsýnd, eða 22. júlí 2022.
Höfundar og leikstjórar
Jordan PeeleLeikstjóri
Aðrar myndir
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Universal PicturesUS

Monkeypaw ProductionsUS


























