Volaða land (2022)
Godland
Volaða Land er stórbrotin saga af baráttu manns við náttúruna, trúnna og sitt dýrslega eðli.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Volaða Land er stórbrotin saga af baráttu manns við náttúruna, trúnna og sitt dýrslega eðli. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Vinna við Volaða land fór af stað árið 2013. Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að langan tíma taki að skrifa, þróa og fjármagna. \"Ein mynd tekur rosalega mikinn part af lífi manns. Við byrjuðum á Volaða landi 2013 og núna erum við fyrst að sýna hana á Íslandi. Þetta er búið að vera langt ferðalag.“
Leikstjórinn segir við Morgunblaðið að kvikmyndin byggi mikið á andstæðum og nefnir sem dæmi tungumál þjóðanna Íslendinga og Dana. „Svo ertu með karaktera sem eru ólíkir, algjörar andstæður. Þú ert með ungan lærðan nútímamann og eldri mann sem er náttúruskáld á einhvern hátt, leiðsögumaður sem kann að lesa veðrið og fljótin.“
Höfundar og leikstjórar

Hlynur PálmasonLeikstjóri
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

Maneki FilmsFR

SnowglobeDK

Join Motion PicturesIS

Film i VästSE

Garagefilm InternationalSE
Verðlaun
🏆
Valin til þátttöku í keppnisflokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvenn Eddu verðlaun, fyrir leikstjórn og kvikmyndatöku.
















