Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Can't Hardly Wait 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. nóvember 1998

An event eighteen years in the making.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Jennifer Love var tilnefnd bæði til Young Artist Awards verðlaunanna og MTV verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni.

Að lokinni brautskráningu nemenda í Huntington Hill skólanum er komið að lokapartíinu þar sem hin skrautlega nemendaflóra sem þrifist hefur í skólanum undanfarin fjögur ár sleppir fram af sér beislinu og fær útrás fyrir allar þær tilfinningar sem legið hafa bældar þennan tíma. Hinn efnilegi rithöfundur Preston Meyers hefur verið ástfanginn af fegurðardís... Lesa meira

Að lokinni brautskráningu nemenda í Huntington Hill skólanum er komið að lokapartíinu þar sem hin skrautlega nemendaflóra sem þrifist hefur í skólanum undanfarin fjögur ár sleppir fram af sér beislinu og fær útrás fyrir allar þær tilfinningar sem legið hafa bældar þennan tíma. Hinn efnilegi rithöfundur Preston Meyers hefur verið ástfanginn af fegurðardís bekkjarins, Amöndu Beckett, allt frá því hann sá hana fyrst þegar þau voru að hefja nám við skólann, og með hverju árinu hefur hin kvalafulla ástríða hans farið stigvaxandi. Í partíinu nær þetta svo hámarki og hann verður að grípa þetta síðasta tækifæri til að tjá henni ást sína áður en hann heldur til Boston daginn eftir. Preston er ákveðinn að láta til skarar skríða í partíinu, en hann veit ekki að það getur ekki staðið verr á því kærasti Amöndu, glæsimennið Mike Dexter, er einmitt nýbúinn að segja henni upp til þess að hann geti leikið lausum hala og farið á kvennaveiðar að vild. Í slagtogi við þennan ástarþríhyrning er svo hin hægláta Denise Fleming sem er trúnaðarvinur Prestons, en í partíinu lendir hún í heldur óvæntu ástarævintýri með fyrrverandi æskuvini sínum, Kenny Fisher. Í hópnum er einnig gáfnaljósið William Lichter sem soðið hefur saman stórkostlega áætlun til að niðurlægja Mike og vini hans í hefndarskyni fyrir einelti síðustu fjögurra ára og einnig er á sveimi stúlkan sem vill láta alla árita minningabókina sína. Síðast en ekki síst er það svo stelpan sem heldur partíið en hún þarf að takast á við bletti í gólfteppinu, þjófnað af heimilinu og veggjakrot. Allt reynir þetta unga fólk að koma á framfæri skilaboðum um fortíð sína og ráðgera næsta leik í óvissri framtíðinni sem bíður þess.... minna

Aðalleikarar


Frábær og snilldarlega gerð unglingamynd og sennilega með betri myndum sem hin svakalega sæta og skemmtilega Jennifer Love Hewitt hefur leikið í. Can't hardly wait hefur eiginlega engan einn rauðan söguþráð heldur eru þetta nokkrar smásögur sem eiga þó allar að gerast á sama stað og sama tíma eða réttara sagt í einni heljarins útskriftarveislu. Ethan Embry leikur Preston sem elskar Amöndu(Hewitt)út af lífinu og bíður eftir að eiga séns hjá henni eftir að hún varð á lausu. Seth Green leikur hinn sérvitra Kenny sem hagar sér eins og rappari og er sífellt með stæla, örlögin valda því að hann læsist inn á baðherbergi ásamt Denise(Lauren Ambrose)og kviknar þá neisti á milli þeirra.Og svo er það Charlie Korsmo sem leikur lúðann William sem verður hrókur alls fagnaðar eftir að hafa drukkið nokkra bjóra. Can't hardly wait er ólík flestum öðrum unglingagamanmyndum, hún er mjög hugljúf og einlæg og þó að hún sé næstum því öll kraftmikil þá er endirinn það alveg sérstaklega. Ég hef alltaf jafn gaman af því að horfa á Can't hardly wait, gef henni hiklaust þrjár og hálfa stjörnu og mæli pottþétt með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hann Geiri segir það eiginlega allt hérna fyrir ofan. Þetta er stórskemmtileg mynd sem gerist í útskriftarpartýi þar gengur á ýmsu sem á eftir að hafa áhrif á líf krakkanna. Engin óskarsverðlaunamynd en samt er óhætt að mæla með henni fyrir fólk í yngri kantinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn