Ignorance is a bliss
Mynd með sömu grunnhugmynd og The Matrix en annars verulega ólíkar myndir. The Thirteenth Floor er sniðug mynd með góðum pælingum og Vincent D' Onofrio er alltaf góður en hún er eiginl...
"Question reality. You can go there even though it doesn't exist."
Tölvufræðingurinn Hannon Fuller er búinn að gera mikilvæga uppgötvun.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiTölvufræðingurinn Hannon Fuller er búinn að gera mikilvæga uppgötvun. Hann er um það bil að segja vinnufélaga sínum, Douglas Hall, frá uppgötvuninni, en þar sem hann veit að einhver er að elta hann þá skilur gamli maðurinn eftir bréf í samhliða tölvuheiminum sínum sem ber svipmót fjórða áratugs síðustu aldar með, að því er virðist, alvöru fólki með alvöru tilfinningar. Fuller er myrtur í alvöru heiminum þetta sama kvöld, og grunur fellur á samstarfsmanninn. Douglas finnur blóðuga skyrtu inni á baðherberginu hans og hann á erfitt með að muna hvað hann var sjálfur að gera þetta kvöld sem Fuller var myrtur. Hann skráir sig inn í tölvuna til að finna bréfið, en þarf að takast á við hið óvænta. Sannleikurinn er óþægilegri en hann hefði nokkru sinni getað ímyndað sér …




Mynd með sömu grunnhugmynd og The Matrix en annars verulega ólíkar myndir. The Thirteenth Floor er sniðug mynd með góðum pælingum og Vincent D' Onofrio er alltaf góður en hún er eiginl...