Náðu í appið
Kardemommubærinn

Kardemommubærinn (2022)

Folk og røvere i Kardemomme by, When the Robbers Came to Cardamom Town

1 klst 18 mín2022

Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ. Þar búa einnig m.a. sanngjarn en góðhjartaður lögregluþjónn og hin stranga Soffía frænka.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Myndin er gerð af þeim sömu og færðu okkur Dýrin í Hálsaskógi árið 2016.
Íslenskir leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Oddur Júlíusson, Örn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Á vef Þjóðleikhússins segir að Kardemommubærinn sé ástsælasta barnaleikrit Íslandssögunnar.
Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Oddur Júlíusson fóru einnig með hlutverk ræningjanna í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd var í september 2020.
Thorbjörn Egner var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Qvisten AnimationNO