Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mickey Blue Eyes er með skemmtilegri rómantískum gamanmyndum síðari ári að því leyti til að hún er fyndin. Hugh Grant og James Caan sýna báðir mjög góðan leik en sá síðarnefndi fer á kostum. Grant leikur breskan listaverkasala í New York, hann er trúlofaður dóttur mafíósa (en veit ekki að því). Reyndar hittir hann föðurinn og klíkuna áður en hann biður hennar en er ótrúlega grunlaus. Hann tekur þann greiða að sér að bjóða upp málverk eftir son guðföðursinsen þau mál vinda upp á sig og eftir það verður líf þeirra þriggja aldrei samt. Frábær skemmtun, góður leikur og góð gamaldags tónlist gerir myndina að ógleymanlega.
Fínasta afþreying sem segir frá breskum uppboðshaldara, Michael (Hugh Grant), í New York sem biður dag einn kærustuna sína (Jeanne Tripplehorn) um að giftast sér. Viðbrögð hennar verða ekki sú sem hann vonaðist eftir og það kemur í ljós að hún vill ekki giftast honum því að hún er dóttir mafíuforingja (James Caan) og vill ekki sjá Michael dragast inn í heim glæpa og ofbeldis. Michael telur sig samt hafa fundið þá einu og sönnu og sannfærir hana á endanum til þess að giftast honum gegn því loforði að hann muni engin afskipti hafa af viðskiptum ættmenna hennar en það er loforð sem reynist erfitt að halda. Hugh Grant er skemmtilegur í hlutverki sínu og samspilið milli bresku persónu hans og ítölsku harðjaxlanna er oft mjög skondið. James Caan er líka góður sem tengdafaðirinn. Það er töluvert af fyndnum atriðum í myndinni en hún nær samt ekki að verða mikið meira en meðalmynd, meiri persónusköpun hefði til dæmis verið vel þegin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 1999
VHS:
24. mars 2000