Náðu í appið

Compulsion 1959

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You know why we did it? Because we damn well felt like doing it!

103 MÍNEnska

Myndin gerist í Chicago árið 1924 og fjallar um Artie Strauss og Judd Steiner sem eru vinir og samnemendur sem báðir koma frá auðugum heimilum. Þeir eiga fáa sanna vini þar sem þeim finnst flestir samferðamennirnir ekki á sama plani og þeir hvað varðar menntun og gáfnafar. Í sambandi þeirra tveggja þá er Artie ráðandi aðilinn en Judd sá auðsveipni sem gerir... Lesa meira

Myndin gerist í Chicago árið 1924 og fjallar um Artie Strauss og Judd Steiner sem eru vinir og samnemendur sem báðir koma frá auðugum heimilum. Þeir eiga fáa sanna vini þar sem þeim finnst flestir samferðamennirnir ekki á sama plani og þeir hvað varðar menntun og gáfnafar. Í sambandi þeirra tveggja þá er Artie ráðandi aðilinn en Judd sá auðsveipni sem gerir hvað það sem Artie segir honum að gera. Þó að Judd sé hrokafullur, þá sýnir hann einnig veikleika og hlédrægni, sem Artie á best með að átta sig á. Hluti af markmiði þeirra í lífinu er að upplifa alla hluti. Hluti af því er að skipuleggja hinn fullkomna glæp - mannrán og morð - ekki bara til að drepa bara til að vita hvernig tilfinning það er - heldur einnig til að bjóða lögunum birginn. Þeir trúa því að glæpur þeirra sé hafinn yfir lögin. En morð þeirra á hinum unga Paulie Kessler er ekki svo fullkomið, og sönnunargögn finnast á vettvangi glæpsins af einum af samnemanda þeirra í lagadeildinni, Sid Brooks, sem vinnur einnig fyrir dagblaðið Globe. Eftir því sem Artie og Judd reyna að útiloka að sönnunargögnin tengist þeim, þá kemur þetta allt aftan að þeim og þeir eru ákærðir fyrir morðið. Frægasti lögfræðingurinn í bænum, Jonathan Wilk, er ráðinn til að verja þá þó að trúleysi hans sé andstætt skoðunum fjölskyldna þeirra. Jonathan sem er frægur fyrir að snúa kviðdómendum í hringi, þarf að ákveða hvernig er best að verja drengina í ljósi þess að hve sönnunargögnin gegn þeim eru sterk. Vitnisburður Ruth Evans, kærustu Sid, gæti haft áhrif á niðurstöðu kviðdómsins.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.11.2013

Ofurhetjumynd frá Affleck og Damon

Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur ýtt úr vör þróun á kvikmynd eftir DC Comics teiknimyndasögunni Sleeper, í félagi við vinina Ben Affleck og Matt Damon, sem og Jennifer Todd, en þessi þrjú verða meðal framleiðenda. Búi...

17.06.2013

Graham lokkar í eldhúsinu - Ný stikla

Leikkonan Heather Graham hefur ekki verið mjög áberandi síðustu ár, en hún er þó enn eftirsótt, enda skemmtileg leikkona. Margir muna eftir henni úr Austin Powers: The Spy Who Shagged Me, en síðast mátti sjá hana í...

15.06.2013

Terminator í tökur í janúar - Ellison börn borga brúsann

Samkvæmt heimildum Deadline kvikmyndavefjarins þá er kominn fljúgandi gangur í fjármögnunina á nýju Terminator myndinni, en nýjustu fregnir herma að systkinin, David og Megan Ellison, börn eins af ríkustu mönnum í h...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn