Náðu í appið
Queen of Blood

Queen of Blood (1966)

"HIDEOUS BEYOND BELIEF... with an INHUMAN CRAVING"

1 klst 21 mín1966

Myndin gerist árið 1990.

Deila:
Queen of Blood - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Myndin gerist árið 1990. Geimverur hafa samband við Jörðu í gegnum útvarpsbylgjur, og tilkynnia um tafarlausa heimsókn. Geimskipið brotlendir á Mars, og björgunarskip er sent frá Jörðu. Að lokum finnst einn kvenkyns eftirlifandi og komið er með hana inn í geimskipið. Konan er ljósgræn með ótrúlega flotta hárgreiðslu. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir til að gefa henni að borða, þá er hún skilin ein eftir að mestu. Á meðan áhöfnin sefur, þá dáleiðir geimveran geimfarann sem er á vakt. Þegar áhöfnin vaknar, þá er geimveran sofandi, og vörðurinn dauður. Eftir stutta rannsókn sést að geimveran drakk blóð hans. BLÓÐDROTTNINGIN. Að sjálfsögðu þá er mikið af blóðbirgðum um borð og geimveran fær það blóð að borða. Þegar geimskipið er nánast komið heim til Jarðar, þá er annar áhafnarmeðlimur étinn, og nú brjótast út slagsmál, og geimveran er óvart drepin áður en henni tekst að éta þriðja manninn. Nú lendir skipið á Jörðu, en það er samt vandi á ferð. Tveir eftirlifandi geimfarar finna fullt af eggjum þegar þeir eru um það bil að yfirgefa skipið. Svo virðist sem geimveran hafi verið einskonar drottning, sem hafði það eitt hlutverk að verpa eggjum og breiða út kynið til Jarðar, þar sem er nóg af fæðu fyrir þessa tegund geimvera. Einum geimfaranna tekst að vara vísindamenn sem koma aðvífandi, við þessari hættu, en þeim er alveg hjartanlega sama. Verandi vísindamenn, þá vita þeir hvað þeir eru að gera, þannig að þeir safna eggjunum saman. Einn geimfaranna andvarpar, og segir: "Jæja, ég reyndi allavega".

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Curtis Harrington
Curtis HarringtonLeikstjórif. 1928

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Cinema West Productions
American International PicturesUS