Náðu í appið
Wicked

Wicked (2024)

"Everyone deserves the chance to fly."

2 klst 40 mín2024

Elphaba, ung kona sem er útskúfuð og misskilin því hún fæddist með græna húð, og Glinda, vinsæl forréttindastúlka úr borgarastétt, kynnast í Shiz háskólanum í...

Rotten Tomatoes88%
Metacritic73
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Elphaba, ung kona sem er útskúfuð og misskilin því hún fæddist með græna húð, og Glinda, vinsæl forréttindastúlka úr borgarastétt, kynnast í Shiz háskólanum í Oz og verða góðar vinkonur. Þær eru ólíkar og það reynir á vináttu þeirra en örlög þeirra eru að verða góða nornin Glinda og vonda nornin að vestan, eða Wicked Witch of the West.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Nafn vondu nornarinnar, Elphaba, var búið til með því að hljóðrita upphafsstafi höfundar Galdrakarlsins í Oz, L. Frank Baum, L-F-B, og þar með fékkstu Elphaba.
Aðalleikonur myndarinnar kröfðust þess að syngja í kvikmyndaupptökunum sjálfum. Leikstjórinn Jon M. Chu segir: \"Þegar við vorum að taka myndina upp, þá sögðu stelpurnar, til fj... með fyrirfram-upptökur. Við viljum lifandi söng.\" Hann var upprunalega efins um þessa leið, þar sem að það gætu heyrst vindhljóð á upptökunum, þegar tali og söng væri blandað saman, en þær hafi einfaldlega sagt; \"Já. Við gerum þetta svona.\"
Jonathan Bailey sagði við ástralska hlaðvarpið Popcorn Podcast að hesturinn sem hann ríður í myndinni sé sá sami og hann sat þegar hann lék Anthony í Bridgerton þáttunum. Bailey á víst að hafa tengst hestinum Jack sterkum böndum í Bridgerton, og þar sem persóna hans í Wicked þarf að fara á hestbak, þá bað hann um að það yrði Jack.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Marc Platt ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna.