Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er ágætis vitleysa ef maður hefur gaman af heimskulegum myndum. Hvorki söguþráðurinn né leikurinn er neitt til að hrópa húrra fyrir en hann fer ekkert í taugarnar á mannni enda er ekki ætlast til þess að hann sé neitt sérstakur þar sem myndin helst uppi á góðum og skemmtilegum húmor. Vel hægt að hafa gaman af þessari mynd þó hún sé ekki mjög gáfuleg.
Frekar döpur gamanmynd sem á sér þó sín augnablik. Söguþráðurinn er í stuttu máli að náungi einn samþykkir að láta prófa á sér nýtt lyf sem gerir skynfærin ofurnæm. Lyfið veldur mörgum skrautlegum uppákomum og flækir líf söguhetjan talsvert. Í besta falli er þetta þokkaleg afþreying en samt að mínu mati alls ekki nógu fyndin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
31. júlí 1998
VHS:
20. janúar 1999