Náðu í appið
Öllum leyfð

Wayne's World 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Wayne Campbell er ástríðufullur aðdáandi þungarokkstónlistar og býr í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Hann og hinn dálítið skrýtni vinur hans Garth Algar, senda út sjónvarpsþáttinn Wayne´s World á föstudagskvöldum úr kjallaranum heima hjá Wayne og þátturinn nýtur mikilla vinsælda. Wayne´s World nær eyrum hins fjallmyndarlega yfirmanns á... Lesa meira

Wayne Campbell er ástríðufullur aðdáandi þungarokkstónlistar og býr í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Hann og hinn dálítið skrýtni vinur hans Garth Algar, senda út sjónvarpsþáttinn Wayne´s World á föstudagskvöldum úr kjallaranum heima hjá Wayne og þátturinn nýtur mikilla vinsælda. Wayne´s World nær eyrum hins fjallmyndarlega yfirmanns á sjónvarpsstöð, Ben Oliver, sem vill fá að senda Wayne´s World út á sinni stöð þar sem þátturinn myndi ná mun meiri útbreiðslu en nú er, en sjónvarpsstöðin nýtur stuðnings milljarðamæringsins Noah Vandahoff. Nú er Wayne´s World kominn á besta sýningartíma á stórri sjónvarpsstöð og Wayne og Garth á leiðinni að verða stórstjörnur og Wayne er orðinn skotinn í Cassandra Wong, kínversk-amerískri aðalsöngkonu þungarokkshljómsveitar. En Ben er með leynilega áætlun og ætlar sér að eyðileggja þáttinn og hótar að stela Cassandra af Wayne ef Wayne og Garth mistekst að gera Wayne´s World að vinsælasta sjónvarpsþættinum. Wayne og Garth átta sig á að þátturinn er ekki lengur sá sami og hann var þegar þeir sendu hann út frá kjallaranum heima hjá Wayne og Wayne ætlar nú að hjálpa Cassandra að slá í gegn. ... minna

Aðalleikarar

Hlátur ? Ó, já!
Þessi mynd er ekkert annað en snilld, þar sem stjörnuleikararnir Dana Carvey og Mike Myers eru í aðalhlutverki. Þarna eru bara 2 snillingar á ferð. Sjálfum fannst mér myndin góð, vegna þess að þessi "Mike Myers húmor" er minn húmer s.s. er ég að tala um húmorinn í Austin Powers myndunum og líka þessari Wayne's World mynd. Sjálfur er ég ekki búinn að sjá Love Guru og hef heyrt að hún sé léleg.

Í stuttu máli: Góð og fyndin mynd, ekki fyrir alla en samt liggur við alla, og hvet ég þig til að sjá þessa mynd | :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Waynes World er dæmigerð aulahúmors mynd en er samt snilld sem allir húmoristar ættu að sjá. Wayne (Mike Myers) og vinur hans (Dana Carvey) eru tveir þungarokksnördar sem eru með þátt sem heitir Waynes World sem er þáttur sem gengur aðallega út á rokk en stór sjónvarpsstöð uppgvötar þáttinn og stöðin breytir honum og þeir eru alls ekki sáttir við breytingarnar. Myndin er byggð á persónum sem Carvey og Myers voru með í Saturday Night Live þáttunum en það hafa margar myndir verið gerðar af persónum úr þættinum eins og Corky Romano (sem var reyndar ekki góð) ofl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Waynes Wolrd er mynd sem ég hik laust mæli með fyrir alla. Hún fjallar í grófum dráttum um vinina Wayne og Garth sem eru með vinsælan sjónvarps þátt. Þetta er mynd sem þú getur horft á aftur og aftur og hlegið allveg jafn mikið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yndislega frábær mynd. Sá um daginn pakka með báðum myndum í og keypti hann um leið. Horfði svo á þær báðar og ég hló svo mikið að ég var með í maganum í langann tíma á eftir. Allger snilld. Dana Carvey fer á kostum sem Garth og atriðið í byrjun þegar þeir taka Boheiman Rapsody í bílnum er náttla allger snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn