Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Winchell 1998

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

He didn't report the news ... he made it.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
Rotten tomatoes einkunn 71% Audience

Myndin er ævisöguleg og fjallar um hinn umdeilda blaðamann Walter Winchell sem sérhæfði sig í að fletta ofan af spillingarmálum. Eftir að hafa eytt 12 árum ævi sinnar í vaudeville skemmtanalífinu, þá byrjaði Winchell að skrifa dálk í New York Mirror. Dálkurinn var að hluta til slúður, að hluta hálf-sannleikur, og fjallaði einkum um vel þekkta einstaklinga... Lesa meira

Myndin er ævisöguleg og fjallar um hinn umdeilda blaðamann Walter Winchell sem sérhæfði sig í að fletta ofan af spillingarmálum. Eftir að hafa eytt 12 árum ævi sinnar í vaudeville skemmtanalífinu, þá byrjaði Winchell að skrifa dálk í New York Mirror. Dálkurinn var að hluta til slúður, að hluta hálf-sannleikur, og fjallaði einkum um vel þekkta einstaklinga og þeirra daður og dund. Winchell varð smátt og smátt vinsæll, sérstaklega þegar hann byrjaði með vikulegan útvarpsþátt á sunnudagskvöldum. Fréttir hans urðu pólitískari á seinni hluta fjórða áratugar 20. aldarinnar, þegar hann beitti sér gegn Hitler. Frægðarsól hans tók að hníga á lofti á sjötta áratugnum, þegar Josephine Baker var neitað um þjónustu á Stork klúbbnum, og Winchell er sagður hafa neitað að fjalla neitt um það. Ferill hans endaði á því þegar hann studdi öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy og sókn hans gegn kommúnisma. Í stíl McCarthy þá ásakaði Winchell alla sem stóðu í vegi fyrir honum um að vera kommúnistar. Fljótlega var hann farinn að fá á sig lögsóknir, sjónvarpsþáttur hans misheppnaðist, og að lokum var útvarpsþátturinn tekinn af dagskrá. ... minna

Aðalleikarar


Mynd sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Stanley Tucci er alveg frábær sem Walter Winchell í þessari mynd sem er byggð á sannri sögu. Mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn