Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Superstar 1999

Frumsýnd: 21. júlí 2000

Dare to dream.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Mary Katherine Gallagher er munaðarlaus og er auk þess ljóti andarunginnn við St. Monica miðskólann. Hún á sér draum: um að vera kysst innilega. Hún áttar sig á að draumurinn getur ræst ef hún verður súperstjarna, þannig að bænir hennar, draumórar, og samtöl við eina vin hennar snúast öll um það hvernig hún getur orðið ofurstjarna. Stóra tækifærið... Lesa meira

Mary Katherine Gallagher er munaðarlaus og er auk þess ljóti andarunginnn við St. Monica miðskólann. Hún á sér draum: um að vera kysst innilega. Hún áttar sig á að draumurinn getur ræst ef hún verður súperstjarna, þannig að bænir hennar, draumórar, og samtöl við eina vin hennar snúast öll um það hvernig hún getur orðið ofurstjarna. Stóra tækifærið hennar er í hæfileikakeppni í skólanum; en helsti keppinautur hennar er Evian, fallegasta stúlkan í skólanum, sem dansar við Sky, sem Mary Katherine dreymir um að kyssa. Mary Katherine fær hjálp frá samnemendum sínum í sérkennsludeildinni, ömmu sinni, og Jesús, og hvatningu frá leyndarmálum úr fortíð sinni. Þeir sem horfa á eru Sky, Evian og hljóður bekkjarfélagi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þreytandi,hallærisleg og ófyndin gamanmynd sem á víst að vera enn ein afurð frá Saturday night live. Molly Shannon er hörmuleg og nánast allir aðrir leikarar í myndinni líka nema kannski Tom Green sem er alltílæ þó að hann spili alltof lítið hlutverk. Handritið er svo illa skrifað að það er alveg með ólíkindum fyrir utan það að myndin er svo til nákvæmlega eins og margar aðrar myndir af svipuðum toga. Myndin er ekki alslæm en samt það innantóm að það er erfitt að skilgreina gallana mjög ítarlega og ætlar því undirritaður að ljúka þessari umfjöllun. En jæja,eftir allt saman á Superstar sína spretti. Fær eina og hálfa stjörnu fyrir að vera svona hálfpartinn horfanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferð ágætis gamanmynd með frekar hallærislegu ívafi, en að mínu mati er leikhópurinn er frekar illa valinn. Myndin fjallar um Mary, stelpu í framhaldsskóla, sem hefur allt sitt líf dreymt um að verða stjarna í Hollywood og er hún til í að gera allt til að þessi draumur rætist. Ef þú hefur fílar myndir með hallærislegum húmor sem er alveg út í hött, þá er þetta myndin fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hélt nú að þessi mynd væri ömurleg en fór á hana í bíó því að ég átti frímiða á hana. En í ljós kom góð mynd. Myndin var ekkert æðislega vel leikin en hún varð samt ekkert mikið verri fyrir það. Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er erfitt fyrir þá sem ekki fá að sjá þá snilld sem Saturday Night Live er á hverjum laugardegi að átta sig á öllum þessum SNL-myndum sem steypast yfir mann á hverju ári. Síðast var það A Night at the Roxbury, og meðal annarra hafa verið Wayne's World, Stuart Saves His Family, og It's Pat! (OK, hún var ömurleg..). Að þessu sinni er komið að Molly Shannon að skína, og að mínu mati er hún (ásamt Will Ferrell sem líka er í þessari) hæfileikaríkasta manneskjan í þættinum um þessar mundir. Persónan hennar hér er kaþólska skólastúlkan Mary Katherine Gallagher, sem er frekar ógeðfelld en brjálæðislega fyndin samt sem áður. Hér dreymir hana um að fá að kyssa draumaprinsinn, Sky Corrigan (Ferrell) en á vegi hennar eru margar hindranir, þá aðallega kærasta Sky, Evian. Svitabrandarar, neðanbeltishúmor, allt það sem höfðar til manns lægstu hvata er til staðar, og hvað er að því að láta undan sínum lægstu hvötum einstaka sinnum?? Stórgóð skemmtun, fólk á a.m.k. eftir að hlæja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki oft sem mynd kemur mér algjörlega á óvart, en Superstar gerði það svo sannarlega. Ég fór á hana haldandi að hún yrði lítið annað en B-útgáfa af myndum eins og American Pie; mynd sem myndi fá mig til að hlæja nokkrum sinnum en lítið meira. Raunin var önnur. Superstar er ein af skemmtilegustu gamanmyndum síðari ára og þakka má hinni óviðjafnanlegu Molly Shannon fyrir það. Hlutirnir sem þessi kona gerir... Maður getur ekki annað en hlegið. Eins og í flestum gamanmyndum hitta ekki allir brandararnir í mark (persónan "Guð" var t.d. mjög misheppnuð) en húmorinn í þessari mynd er svo miklu betri, ferskari og svartari en í hinum þreyttu unglingamyndum að manni er alveg sama. Þessi mynd gerir, líkt og Scream, (ó)beint grín að öðrum myndum sömu tegundar á meðan hún fylgir öllum klisjunum og verður útkoman frumlegri og skemmtilegri fyrir vikið. Ef þið viljið skemmta ykkur konunglega þá mæli ég eindregið með Superstar, en hún mun koma ykkur skemmtilega á óvart!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.04.2014

Fimm bestu páskamyndirnar

Páskarnir eru að ganga í garð og eru eflaust margir komnir í frí og vilja kannski smella einni mynd í tækið. Hvort sem maður er kristinn, múslimi, búddisti, hindúi eða trúlaus þá er ekki annað hægt að segja en...

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

10.06.2010

TOM CRUISE - TROPIC THUNDER

HOLLYWOOD SUPERSTAR TOM CRUISE MAKES A SCENE-STEALING PERFORMANCE AS A FAT, FOUL-MOUTHED AND BALDING FILM EXECUTIVE IN NEW COMEDY 'TROPIC THUNDER.' TNI Press Ltd does not hold or assert any Copyright or License in the attached image....

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn