Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þreytandi,hallærisleg og ófyndin gamanmynd sem á víst að vera enn ein afurð frá Saturday night live. Molly Shannon er hörmuleg og nánast allir aðrir leikarar í myndinni líka nema kannski Tom Green sem er alltílæ þó að hann spili alltof lítið hlutverk. Handritið er svo illa skrifað að það er alveg með ólíkindum fyrir utan það að myndin er svo til nákvæmlega eins og margar aðrar myndir af svipuðum toga. Myndin er ekki alslæm en samt það innantóm að það er erfitt að skilgreina gallana mjög ítarlega og ætlar því undirritaður að ljúka þessari umfjöllun. En jæja,eftir allt saman á Superstar sína spretti. Fær eina og hálfa stjörnu fyrir að vera svona hálfpartinn horfanleg.
Hér er á ferð ágætis gamanmynd með frekar hallærislegu ívafi, en að mínu mati er leikhópurinn er frekar illa valinn. Myndin fjallar um Mary, stelpu í framhaldsskóla, sem hefur allt sitt líf dreymt um að verða stjarna í Hollywood og er hún til í að gera allt til að þessi draumur rætist. Ef þú hefur fílar myndir með hallærislegum húmor sem er alveg út í hött, þá er þetta myndin fyrir þig.
Ég hélt nú að þessi mynd væri ömurleg en fór á hana í bíó því að ég átti frímiða á hana. En í ljós kom góð mynd. Myndin var ekkert æðislega vel leikin en hún varð samt ekkert mikið verri fyrir það. Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur.
Það er erfitt fyrir þá sem ekki fá að sjá þá snilld sem Saturday Night Live er á hverjum laugardegi að átta sig á öllum þessum SNL-myndum sem steypast yfir mann á hverju ári. Síðast var það A Night at the Roxbury, og meðal annarra hafa verið Wayne's World, Stuart Saves His Family, og It's Pat! (OK, hún var ömurleg..). Að þessu sinni er komið að Molly Shannon að skína, og að mínu mati er hún (ásamt Will Ferrell sem líka er í þessari) hæfileikaríkasta manneskjan í þættinum um þessar mundir. Persónan hennar hér er kaþólska skólastúlkan Mary Katherine Gallagher, sem er frekar ógeðfelld en brjálæðislega fyndin samt sem áður. Hér dreymir hana um að fá að kyssa draumaprinsinn, Sky Corrigan (Ferrell) en á vegi hennar eru margar hindranir, þá aðallega kærasta Sky, Evian. Svitabrandarar, neðanbeltishúmor, allt það sem höfðar til manns lægstu hvata er til staðar, og hvað er að því að láta undan sínum lægstu hvötum einstaka sinnum?? Stórgóð skemmtun, fólk á a.m.k. eftir að hlæja.
Það er ekki oft sem mynd kemur mér algjörlega á óvart, en Superstar gerði það svo sannarlega. Ég fór á hana haldandi að hún yrði lítið annað en B-útgáfa af myndum eins og American Pie; mynd sem myndi fá mig til að hlæja nokkrum sinnum en lítið meira. Raunin var önnur. Superstar er ein af skemmtilegustu gamanmyndum síðari ára og þakka má hinni óviðjafnanlegu Molly Shannon fyrir það. Hlutirnir sem þessi kona gerir... Maður getur ekki annað en hlegið. Eins og í flestum gamanmyndum hitta ekki allir brandararnir í mark (persónan "Guð" var t.d. mjög misheppnuð) en húmorinn í þessari mynd er svo miklu betri, ferskari og svartari en í hinum þreyttu unglingamyndum að manni er alveg sama. Þessi mynd gerir, líkt og Scream, (ó)beint grín að öðrum myndum sömu tegundar á meðan hún fylgir öllum klisjunum og verður útkoman frumlegri og skemmtilegri fyrir vikið. Ef þið viljið skemmta ykkur konunglega þá mæli ég eindregið með Superstar, en hún mun koma ykkur skemmtilega á óvart!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
21. júlí 2000