Náðu í appið
Öllum leyfð

Music of the Heart 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. september 2000

She gave them a gift they could never imagine. They gave the system a fight it would never forget.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Sönn saga ungs kennara sem berst við ráðamenn um að fá að kenna krökkum í skóla í Harlem tónlist í gegnum fiðlukennslu. Í baráttu sinni þá tapar hún bardaganum í fyrstu þar sem skólakerfið leggst gegn þessu af öllum krafti, en ákveðni hennar í því að fá að bæta líf krakkanna, hjálpar henni að berjast á móti kerfinu með stórkostlegum árangri.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Æðislega vel leikin mynd með Meryl Streep í aðalhlutverki. Myndin er sannsöguleg og er byggð á ævi Robertu, fiðlukennara sem flyst til East Harlem ásamt tveimur sonum sínum eftir að eiginmaður hennar yfirgefur hana. Þar byrjar hún sérkennslu á fiðlu og eftir tíma verður það ein eftirsóttasta námsgreinin í skólanum. En það verða hindranir í veginum þegar einhver stjórn vill leggja fiðlutíma hennar niður. Roberta ákveður að berjast gegn því með aðstoð foreldra og kennara.

Mjög góð mynd, nema að mínu mati aðeins of oft staðið upp úr stólum þegar lófaklöppin dynja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel leikin og vönduð kvikmynd frá hryllingsmyndaleikstjóranum Wes Craven sem hér sýnir á sér nýja og óvænta hlið. Hlaut tvennar tilnefningar til óskarsverðlaunanna 1999; fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Meryl Streep) og besta kvikmyndalagið ("Music of My Heart" sem er flutt óaðfinnanlega af söngkonunni Gloriu Estefan og hljómsveitinni N´Sync). Hér er sögð sönn saga Robertu Guaspari en heimur hennar hrundi þegar eiginmaður hennar yfirgaf hana og börnin þeirra tvö. Hún hafði fórnað eigin starfsferli fyrir hans; hann var í sjóhernum og gat hún hvergi haldið vinnu til lengdar sökum þess að þau fluttu reglulega. Eftir skilnaðinn einsetti Roberta sér að lifa lífinu eins og hún vildi; hún myndi aldrei aftur láta öðrum það eftir að skilgreina hver hún væri og hvað hún gæti áorkað. Eftir þetta flutti hún frá heimabæ sínum og í eitt að verstu hverfum sem hægt er að finna í Bandaríkjunum, East Harlem, en þar vildi hún komast að í skóla og kenna á fiðlu. Þar sem hún hafði ekki neina reynslu á þessu sviði, voru skólastjórnendur í fyrstu fullir efasemda, en eftir að Roberta hóf kennsluna, hvarf allur efi eins og dögg fyrir sólu. Ástríða hennar fyrir kennslunni var slík að hún smitaði frá sér og brátt tók að sjá stórstígar framfarir hjá ungum nemendum hennar. Þannig liðu síðan næstu tíu árin og börnunum fjölgaði sem Roberta náði að snerta og fylla með andgift. En þá kom áfallið, kennsluyfirvöld ákváðu að skera niður það fjármagn sem ætlað var til tónlistarkennslu. En Roberta gerði nú það sem engin hafði áður gert; með stuðningi frá vinum sínum og samfélaginu hóf hún baráttu við skólakerfið fyrir því að fjármagni yrði aftur veitt til kennslunnar. Hugljúf og heillandi saga sem er afar vel túlkuð af leikurum myndarinnar. Meðal þeirra má nefna ýmsa stórleikara, þ.á.m. Angelu Bassett (lék í "What´s Love Got To Do With It" þar sem hún lék rokkdrottninguna Tinu Turner), Aidan Quinn, söngkonuna Gloriu Estefan og óskarsverðlaunaleikkonuna Cloris Leachman sem hreppti óskarinn 1971 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í meistaraverkinu "The Last Picture Show". En senuþjófur myndarinnar og stjarna hennar er án nokkurs vafa óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep (Kramer vs. Kramer, Sophie´s Choice, Out of Africa) sem fer hér sannarlega á kostum og uppskar fyrir stórleik sinn afar verðskuldaða tilnefningu til óskarsverðlaunanna 1999 sem besta leikkona í aðalhlutverki og jafnaði Meryl Streep þar með met óskarsverðlaunaleikkonunnar Katharine Hepburn (þær hafa báðar verið tilnefndar tólf sinnum til óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn). Þær kvikmyndir sem Meryl Streep hefur verið tilnefnd fyrir eru; "The Deer Hunter" 1978, "Kramer vs. Kramer" 1979 (sigraði), "The French Lieutenant´s Woman" 1981, "Sophie´s Choice" 1982 (sigraði), "Silkwood" 1983, "Out of Africa" 1985 (sigraði), "Ironweed" 1987, "A Cry in the Dark" 1988, "Postcards from the Edge" 1990, "The Bridges of Madison County" 1995, "One True Thing" 1998 og "Music of the Heart" 1999. Hún á semsagt að baki einstakan og fjölbreyttan feril sem markast af svipmikilli og hreint einstakri túlkun á ógleymanlegum kvenpersónum. Ég mæli eindregið með þessari mynd og hvet alla kvikmyndaunnendur til að missa alls ekki af henni. Ég sá hana í London og hafði mikið gaman af. Hún er væntanleg í kvikmyndahús borgarinnar og vona ég að unnendur góðra kvikmynda og þessarar fjölhæfu leikkonu skelli sér á hana í bíó
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.09.2015

Wes Craven minnst

Kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven lést 30. ágúst af völdum illkynja heilaæxlis. Hans verður sárt saknað af hryllingsmyndaunnendum um heim allan. Hann var 76 ára gamall. Það eru ekki margir leikstjórar sem ná að marka stefnu í ákveðnum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn