Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ótrúlega góð mynd. Mjög mannleg mynd, sem hefur einstaklega góðan húmor og frábær samtöl. John Cusack er frábær sem gaurinn sem á plötubúðina, Jack Black er verulega léttgeggjaður og er skemmtilegasti karakter High Fidelity, ekki spurning. Getur verið að sumir eiga ekki eftir að fíla myndina, en ég er alveg pottþétt einn sem fílaði hana í tætlur og vona að fólk sem hefur ekki séð þessa snilldar kvikmynd, fari út á leigur sem fljótast og taki þessa, því það er vel þess virði.
High Fidelity er bráðskemmtileg gamandrama fyrir alla kvikmyndaunnenda. Rob Gordon (John Cusack) er dæmigerður amerískur rokkari sem á plötubúð. Þegar kærastan (Iben Hjele) fer ætlar hann að rifja upp öll ástarmistök hans í lífinu. Jack Black stelur alltaf senunni enda er hann örugglega með fyndnari leikurum í nútímanum. Myndin er líka með heilan helling af aukaleikurum eins og Tim Robbins,Catherine Zeta-Jones ofl. .Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nick Hornby.
Ég get nú ekki verið sammála því að þetta sé frábær mynd ég þekki stelpu sem las bókina og hún hafði það um bókina að seigja að þetta hefði verið leiðinleg bók um ekkert eða mann sem er að velta uppúr fyrri smaböndum rn það sem hefði bjargað bókini hefðu verið þessir tveir vinir hsnd í plötu búðiniþví þeir hefðu verið svo fyndnir. ég hef reyndar ekki lesið bókina en ég verð að vera sammála stelpuni því myndin var alveg eins. Svo fannst mér vera svolítilð Wood Alen handbragð á þessari mynd vegna þess að Joan Cussak var að tala við myndavélina eða áhorfendur part af myndini. En svoleiðis stíl finnst mér ennginn geta uppfylt nema Wood Alen. Það er talað um það að Joan Cussak geti orðið næsti forseti bandaríkjan því hann hafi svo mikinn menntnað í það en með því sð leika í þessati mynd finnst mér hann nú ekki vera að sína þann metnað sem talað er um þessi mynd fær þessa einkun útaf því að vinir hans í plötubúðini halda myndini á floti.
Hreint ótrúlegt að hægt sé að búa til stórgóða og bráðskemmtilega mynd um plötusala sem á sér EKKERT líf utan heddfónanna.
Brilljant persónur og leikendur, þó stendur Jack Black uppúr sem treggáfaður plötusali með poppstjörnudrauma.
Rétt eða rangt: Ef að lagið 'You´re Gonna Miss Me' með 13th Floor Elevator er spilað í upphafsatriði myndar, þá er sú mynd frábær? Ef svarið er 'rétt', þá muntu vafalaust elska þessa mynd leikstjórans Stephen Frear sem byggð er á bók snillingsins Nick Hornby (Fever Pitch & About a Boy) um tónlistarnörda og konurnar sem elska þá. Atburðarrásin á sér stað í kringum plötubúðina Championship Vinyl og eiganda hennar Rob (John Cusack) sem vægt til orða tekið er heltekinn af tónlist. Rob er gutti sem skiptist á að búa til topp 5 lista yfir opnunarlög á plötum og topp 5 lista yfir konur sem hafa sagt honum upp. Aðstoðarmenn hans, hin durgslegi Barry (Jack Black) og nördinn Dick (Todd Louiso), eru jafnvel enn skrautlegri í þröngsýni sinni; þeir myndu drepa viðskiptavin fyrir að bæta 'the' við nafn á lagi. Eins og vænta má er leiðin að sannri ást þyrnum stráð, en á þeirri leið kynnumst við óborganlegum persónum í litlum en mikilvægum hlutverkum: Tim Robbins sem viðkvæmur nýaldarbjáni, Catherine Zeta-Jones í hlutverki gamallar kærustu Robs og Bruce Springsteen sem hann sjálfur. Sérhver sem hefur einhvern tímann hefur verið sagt upp eða hefur sagt upp eða hagað sér eins og hálfviti getur samsamað sig við Rob. Ekki má gleyma að minnast á 'soundtrackið' úr myndinni sem er sneisafullt af gömlum góðum lögum. Ef hins vegar svarið við spurningunni að ofan er 'rangt', er sá möguleiki fyrir hendi að 2/3 hluti brandara myndarinnar fari fyrir ofan garð og neðan.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. september 2000
- Rob: Did I start listening to pop music because I was miserable? Or am I miserable because I listen to pop music?