The Program (2015)
"Winning was in his blood"
The Program segir frá írska íþróttafréttamanninum David Walsh sem eftir að hafa fylgst grannt með Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999, þegar Lance Armstrong sigraði...
Bönnuð innan 12 ára
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
The Program segir frá írska íþróttafréttamanninum David Walsh sem eftir að hafa fylgst grannt með Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999, þegar Lance Armstrong sigraði í henni í fyrsta sinn, sannfærðist algjörlega um að Armstrong hefði notað lyf til að auka getu sína. Þessu neitaði Armstrong alfarið og ákvað David í framhaldinu að sanna sitt mál og finna þau sönnunargögn sem hann þyrfti til þess. Armstrong játaði loksins að hafa alltaf neytt ólöglegra lyfja í viðtali við Opruh Winfrey í júní 2013. Þá hafði Walsh ásakað hann um þetta svindl í fjórtán ár og þurfti heldur betur að líða fyrir það enda þverneitaði Armstrong alltaf öllu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




















