Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er snilld. Mel Gibson rokkar í þessari mynd sem bóndinn og stríðsmaðurinn Benjamin Martin. Þessi mynd er pottþétt á topp 10 listanum mínum. Ég elska öll bardaga atriðin í þessari mynd sérstaklega fyrsta þegar Mel gibson drepur heilan herflokk. Tónlistin í þessari mynd var líka flott enda er þetta John Williams. Enda þetta bara með því að segja: Þetta er flott stríðsmynd með flottum bardagaatriðum og flottum söguþræði sem lengir myndina upp í tvo og hálfan klukkutíma en er samt ekki langdreginn.
Þessi mynd er bara snilld, og hreint skil ekki fólk sem fílar hana ekki. Það er nátturlega drama, en samt drama sem nær til manns. Fín skemmtun, 3 og hálf.
Þetta er ömurleg mynd sem er bara týpísk bandarísk klisja.
Eina ástæðan fyrir því að hún fær tvær stjörnur er fyrir leik og myndatöku allt annað er að mínu mati klúður.
Myndin byrjar ágætlega og fyrsta bardagaatriðið í myndinni er stórkostlegt. Hún fellur hins vegar vegna þess að: 1) Ekki tekst að ná samúð áhorfandans með persónunum. Öll innri barátta er yfirborðskennd og fjarræn. 2) Áróðurinn og einhliða mynd af ,,góðu" og ,,vondu" mönnunum er óþolandi og ótrúverðugur. Það er t.d. hæpið að á þessum tíma hefði enginn í her englendinga hreyft mótbárum þegar ákveðið var að brenna kirkju (Guðshús!) niður fulla af saklausu fólki. 3) Myndin er svo full af klisjum og fyrirsjáanlegum atriðum að það eina sem maður fékk út úr tímunum þremur voru leiðindi yfir því að hafa haft rétt fyrir sér um framvindu mála. Þetta er eina af þeim myndum sem falla fyrir þeirri blekkingu að umbúðirnar nægi til að gera góða mynd. Hið sorglega er að umbúðirnar eru, þegar allt kemur til alls, ekkert sérstakar, mjög ófrumlegar og illa útsettar. Stjarnan ein og hálf er gefin fyrir flott bardagaatriði í upphafi og byrjun sem lofaði góðu.
Þvílíkt og annað eins. Í fyrsta lagi er hann enginn 'patriot' því hann er ekki að berjast fyrir land sitt, heldur til að hefna sonar síns. Þar að auki byrjar myndin á því að hann mælir gegn því að fara í stríð. Þvílíkur föðurlandsvinur! Í annan stað, eru bardagaatriðin ekki skugginn af þeim sem voru í Braveheart og í hvert sinn sem einhver líkir þessarri mynd við það meistaraverk verð ég alltaf móðgaður fyrir hönd allra þeirra sem að henni stóðu. Þessi eru óspennandi af tveim megin ástæðum: persónurnar eru illa skapaðar og maður hefur enga samúð með þeim og klipping og leikstjórn gerir þau ruglingsleg og ólógisk. Í þriðja lagi er handritið afleitt. Formúlusamloka með klisju á milli. Kannski ekki við öðru að búast frá Robert Rodat sem skrifaði hið afleita handrit að Saving Private Ryan (sem hefði betur heitið Saving Private Rodat, því án snilldar Spielbergs hefði myndin aldrei orðið jafn mögnuð og raun bar vitni og ferill Rodat's hefði aldrei komist á flug). Til að nudda salti í sárin eru tæknibrellurnar ekkert merkilegar, alltaf mjög auðsjáanlegar og í sumum tilfellum eiginlega hálf-unnar. Það var ekkert mál að sjá hvaða aukaleikarar voru raunverulegir og hverjir voru settir inná með tölvu. Það er svo margt sem angrar mig við þessa mynd. En þó er eitt sem stendur langt uppúr. Ég sá hljóðnema koma niður á tjaldið fjórum sinnum! Fyrst hélt ég að sýningarstjórinn hefði rammað myndina vitlaust á tjaldið, en þegar hljóðneminn var svo neðarlega að Mel Gibson hefði verið hauslaus á tjaldinu hefði það verið ástæðan, þá rann það upp fyrir mér að þetta voru engin mistök. Það hefði verið nær að eyða nokkrum þúsundköllum í að þurrka þá út með tölvu, og sleppa frekar nokkrum skotum sem voru óþarflega langdregin, nú eða nokkrum skotum í bardagaatriðunum sem gerðu lítið fyrir söguna, en virtust bara eiga að vera 'kúl' (eins og fallbyssukúlan sem spilar Keilu við mótherjana). Það er ekkert sem rífur mann jafnfljótt út úr þeim heimi sem kvikmyndin á annars að skapa, en að sjá kvikmyndabúnaðinum bregða fyrir á tjaldinu. Sér í lagi þegar myndin gerist um 120 árum áður en kvikmyndin var fundin upp... Ein stjarna fyrir virkilega flotta lýsingu og kvikmyndatöku.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$110.000.000
Tekjur
$215.294.342
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. júlí 2000