Náðu í appið
The Patriot

The Patriot (2000)

"Before they were soldiers, they were family. Before they were legends, they were heros. Before there was a nation, there was a fight for freedom."

2 klst 45 mín2000

Sagan hefst árið 1776 í nýlendunni Suður Karólínu í Bandaríkjunum.

Rotten Tomatoes61%
Metacritic63
Deila:
The Patriot - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Sagan hefst árið 1776 í nýlendunni Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Benjamin Martin, stríðshetja úr franska - og indía stríðunum, sem glímir við drauga fortíðar, vill ekkert frekar en að lifa rólegu og friðsömu lífi á litlu plantekrunni sinni, og hefur engan áhuga á stríði við voldugustu þjóð í heimi, Stóra Bretland. Á sama tíma geta tveir elstu synir hans, Gabriel og Thomas, ekki beðið eftir að skrá sig í nýstofnaðan nýlenduherinn. Þegar Suður Karólína ákveður að taka þátt í uppreisninni gegn Englandi, þá skráir Gabriel sig samstundis í herinn ... án leyfis föður síns. En þegar William Tavington ofursti, sem þekktur er fyrir grimmilegar aðferðir sínar, kemur og brennir niður plantekru Martin, þá upphefst mikill harmleikur. Benjamin er nú á milli tveggja elda. Hann þarf að vernda fjölskylduna, en á sama tíma vill hann hefna sín og verða hluti af myndun nýrrar og metnaðargjarnrar þjóðar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (11)

★★★★★

Þessi mynd er snilld. Mel Gibson rokkar í þessari mynd sem bóndinn og stríðsmaðurinn Benjamin Martin. Þessi mynd er pottþétt á topp 10 listanum mínum. Ég elska öll bardaga atriðin í þ...

Þessi mynd er bara snilld, og hreint skil ekki fólk sem fílar hana ekki. Það er nátturlega drama, en samt drama sem nær til manns. Fín skemmtun, 3 og hálf.

Þetta er ömurleg mynd sem er bara týpísk bandarísk klisja. Eina ástæðan fyrir því að hún fær tvær stjörnur er fyrir leik og myndatöku allt annað er að mínu mati klúður.

Myndin byrjar ágætlega og fyrsta bardagaatriðið í myndinni er stórkostlegt. Hún fellur hins vegar vegna þess að: 1) Ekki tekst að ná samúð áhorfandans með persónunum. Öll innri barát...

Þvílíkt og annað eins. Í fyrsta lagi er hann enginn 'patriot' því hann er ekki að berjast fyrir land sitt, heldur til að hefna sonar síns. Þar að auki byrjar myndin á því að hann mæl...

Brilliant mynd um bóndamannin og fyrrirverandi hermannin Benjamin Martin sem þarf að berjast fyrir föðurland sitt. Hann á að stjórna varaliðum sem eru svipaðir menn og guirella fighters eru ...

Viðbjóður! Verri föðurlandsdýrkun heldur en í Independence Day. Hrikalega væmin og heint út sagt leiðinleg. Fyrirsjáanleg, ekkert sem kemur á óvart. Mel Gibson allt í lagi. Sparið ykkur...

"The Patriot" er heitið á nýjustu kvikmynd óskarsverðlaunaleikarans Mel Gibson (Braveheart). Hér er á ferðinni mikil átakamynd sem gerist á 18. öld í frelsisstríði Bandaríkjamanna gegn ...

Mel Gibson er flottur. Það er enginn vafi á því. Hann gæti tekið hvaða hlutverk sem er og skilað því vel af sér; hann gæti þess vegna leikið Ólaf Ragnar Grímsson sem frelsara Íslands...

Ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór að sjá The Patriot. Henni er leikstýrt af Roland Emmerich sem hefur áður fært okkur svefnpillurnar Godzilla og ID4 (þ.e. nokkrir partar af ID4) og mé...

Hreint ágæt stórmynd sem fjallar um stríðshetjuna Benjamin Martin (Mel Gibson), fjölskyldu hans og frelssisstríðið sem geysaði í Bandaríkjunum á 18. öldinni. Þegar ég frétti að Rolan...

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Mutual Film CompanyUS
Centropolis EntertainmentUS
Global Medien KGDE

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna, fyrir tónlist, kvikmyndatöku og hljóð.