Náðu í appið
Öllum leyfð

Pokémon 2000 1999

(Poketto monsutaa, Pokémon: The Movie 2000 )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2000

One person can make all the difference

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Nú reynir virkilega á hæfileika Ash Ketchum; hann þarf að bjarga Jörðinni frá gereyðingu. Hinn gráðugi Pokemon safnari Lawrence III setur allt á annan endann í alheiminum þegar hann riðlar jafnvægi náttúrunnar með því að taka til fanga einn af Pokemon fuglunum sem stjórna kröftunum eldi, eldingum og ís. Mun Ash ná að bjarga heiminum?

Aðalleikarar


Þessi mynd var frábær og ég get alveg sagt afhverju lítil mús sem kallast Pikachu getur haldið meðvidandi strák uppi í öldugangi,það er af því að hann er pokémon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æ æ, er þetta pokemon ekki búið að syngja sitt síðasta? Litla systir mín skemmti sér vel og þess vegna gef ég myndinni tvær stjörnur. Myndin fjallar um einhvern strák, Ash held ég, og hann er á einhverju ferðalagi, sem virðist gersamlega tilgangslaust. Hann og vinir hans, sem virðast lifa fyrir hann, fara á einhverja eyju og þar er þeim sagt að Ash eigi að bjarga heiminum með því að setja einhverja kúlu í stallinn sinn (ó, þu ert hinn útvaldi, kúlan helga getur aðeins glóð í þínum höndum, bla bla bla) því einhverjir brjálaðir fuglar eru að rústa öllu. Með þessari vitleysu spinnst pínuponsulítil rómantík, eiginlega ekki nein, engin spenna því þetta var svo fyrirsjánlegt og það sem bjargaði myndinni eiginlega var það hvað pokemonarnir eru miklar dúllur, og hvað þessir "vondu kallar" (og konur) eru hrikalega heimsk. Til hvers að láta svona krútt skjóta eldingum á hvort annað og guð má vita hvað? Sum atriði eru bjánaleg, hvernig gat pínulítil gul mús (dúlladúll) haldið uppi meðvitundarlausum strák í öldugangi og ísköldum sjó þangað til þessi Mistí eða hvað hún nú hét kom og bjargaði málunum? Það er nú spurningin. Manneskjurnar eru líka gjörsamlega fullkomnar. Stelpurnar eru eins og barbídúkkur með alltof langar lappir (jæja það hefði kannski ekki komiðjafnvel út í teiknimynd ef hlutföllin væru rétt, en samt), þau synda yfir úfinn sjó án þess að hárið fari úr skorðum, þurfa aldrei að fara á klósettið, raka á sér lappirnar o.s.frv. o.s.frv. Boðskapurinn er afskaplega grunnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn