Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Remember the Titans 2000

Frumsýnd: 2. mars 2001

Before they could win, they had to become one. / They came together when their classmates and loved ones would not.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Tveir skólar í Alexandria í Virginiufylki sameinast snemma á áttunda áratug síðustu aldar, og mynda T.C. Williams miðskólann. Hinn hvíti yfirþjálfari Titans ruðningsliðsins hættir en í staðinn kemur afrísk-amerískur þjálfari frá Norður Karólínufylki. Spenna myndast þegar leikmenn af mismunandi kynþáttum neyðast til að spila saman í liði. Mikið af... Lesa meira

Tveir skólar í Alexandria í Virginiufylki sameinast snemma á áttunda áratug síðustu aldar, og mynda T.C. Williams miðskólann. Hinn hvíti yfirþjálfari Titans ruðningsliðsins hættir en í staðinn kemur afrísk-amerískur þjálfari frá Norður Karólínufylki. Spenna myndast þegar leikmenn af mismunandi kynþáttum neyðast til að spila saman í liði. Mikið af spennunni minnkar þegar liðið fer í tveggja vikna æfingaferð til Gettysburg í Pennsylvaniu. Þegar leikmennirnir koma aftur heim til Alexandríu þá er allt upp í loft í borginni vegna afnáms kynþáttaaðskilnaðar í skólanum. Eftir því sem líður á önnina þá verður árangur liðsins til þess að samfélagið á auðveldara með að meðtaka breytingarnar. Eftir fullkomið tímabil Titans liðsins, þá eru liðið og borgin núna nánari en nokkru sinni. ... minna

Aðalleikarar


Því mér líkar ekkert við ruðningsbolta kom myndin mér verulega að óvart. Myndin fjallar um litla bæinn í Virginíu sem heitir Alexandria og þar eru blökkufólk að ganga í sama skóla og hvíta. Margir þeirra ganga í lið þar sem illa er tekið á móti þeim. Sannsöguleg og skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þar sem þessi mynd er framleidd af Disney kom það mér ekkert á óvart að "Remember The Titans" hafi verið yfirdrifin af drama atriðum. Það kom þó ekki að sök og fannst mér myndin takast prýðis vel. Denzel kom að vísu ekkert á óvart enda hefur hann ekkert að sanna lengur. Það var frekar yngri leikhópurinn sem stóð upp úr að mínu mati. Deilur þeirra og samheldni gaf myndinni raunsýn sem fáir aðrir leikarar í myndinni veittu. Auðvitað er myndin ótrúlega fyrisjánleg á tímum og endar eins og allar íþróttamyndir gera, á "loka leiknum." Allt í allt þótti mér þessi mynd öllum sem að henni komu til sóma. Ég fékk líka gæsahúð yfir nokkrum atriðunum og í minni bók lofar það alltaf góðu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd þarf að vera ansi léleg svo að ég geti ekki gefið henni neina stjörnu. ótrúlega klisjukennd, bandarísk formúlumynd sem allir hafa í raun séð þúsund sinnum áður. Ein lélegasta mynd í heiminum og meiraaðsegja léleg af Bruckheimer mynd að vera. Og þá er nú mikið sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Remember the Titans fjallar um ruðningsboltalið smábæjarskóla nokkurs í kringum 1970. Þegar við sögu kemur er nýbúið að ákveða að skóla þennan skuli gera blandaðan (þ.e. hvítir og svertingjar í sama skóla), en kynþátta aðskilnaður hafði áður ríkt í þessum málum. Um leið kemur inn í liðið nýr þjálfari (Denzel Washington), en það reynist honum allt annað en auðvelt að fá náunga af ólíkum kynþáttum til þess að smella saman í heilsteypt lið. Á yfirborðinu er þetta íþróttamynd en það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá að í raun fjallar myndin um kynþáttahatur og fordóma. Það má segja að þetta sé mikil "feel-good" ræma og sem slík virkar hún mjög vel. Allar persónurnar hafa A-B persónuboga (character arc) og ef ég væri aðeins kaldhæðnari myndi ég sennilega saka handritið um það að spila óforskammað með tilfinningar áhorfenda. Denzel Washington er góður í hlutverki sínu en það er dóttir aðstoðarþjálfarans sem stelur senunni með einu skemmtilegasta barnahlutverki sem ég man eftir. Á heildina litið er hér um að ræða afar trausta mynd sem flytur góðan boðskap um kynþáttahatur. Hún er ekki mjög frumleg en jafnvel formúlumynd getur verið ánægjuleg ef hún er svona vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn