Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Safe 2012

Frumsýnd: 16. maí 2012

She has the Code. He is the Key

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Luke Wright er fyrrverandi lögreglumaður sem kom sér í ónáð hjá rússnesku mafíunni með því að eyðileggja fyrir þeim bardaga þar sem úrslitin höfðu verið ákveðin fyrirfram í því skyni að svindla á getraunakerfinu. Til að tryggja að fleiri fylgdu ekki í fótspor Lukes refsaði mafían honum með því að láta myrða fjölskyldu hans, kom í veg... Lesa meira

Luke Wright er fyrrverandi lögreglumaður sem kom sér í ónáð hjá rússnesku mafíunni með því að eyðileggja fyrir þeim bardaga þar sem úrslitin höfðu verið ákveðin fyrirfram í því skyni að svindla á getraunakerfinu. Til að tryggja að fleiri fylgdu ekki í fótspor Lukes refsaði mafían honum með því að láta myrða fjölskyldu hans, kom í veg fyrir að hann gæti nokkurn tíma starfað innan lögreglunnar aftur og lætur auk þess fylgjast með hverju hans fótmáli. Síðan þetta gerðist hefur Luke mælt göturnar, kvalinn af söknuði og sektarkennd, og þeirri vitneskju að hver sá sem hann vingast við verði myrtur af mafíunni. Dag einn sér hann hvar útsendarar mafíunnar eru að eltast við dauðhrædda unga stúlku og getur ekki annað en komið henni til aðstoðar. Það kemur síðan í ljós að unga stúlkan býr yfir stærðfræðilegri vitneskju sem bæði rússneska og kínverska mafían vilja komast yfir auk spilltra meðlima bandarísku lögreglunnar. Þar með er hafinn æsilegur eltingarleikur þar sem Luke þarf að beita öllu sem hann kann til að halda lífi, vernda stúlkuna ... og kannski koma fram hefndum í leiðinni á mönnunum sem eyðilögðu líf hans ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn