Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Lost Souls 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. október 2000

They've had their 2000 years. Now it's our turn.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 16
/100

Lítill hópur kaþólikka, undir forystu veiks prests, trúir að Satan hafi í hyggju að verða maður, rétt eins og Guð gerði þegar hann birtist sem Jesús. Skrif andsetins geðsjúklings leiðir þau til Peter Kelson, rithöfundar sem rannsakar raðmorðingja. Fólkið telur að Satan ætli sér að taka líkama hans yfir. Sá yngsti í hópnum, kennarinn Maya Larkin, fer... Lesa meira

Lítill hópur kaþólikka, undir forystu veiks prests, trúir að Satan hafi í hyggju að verða maður, rétt eins og Guð gerði þegar hann birtist sem Jesús. Skrif andsetins geðsjúklings leiðir þau til Peter Kelson, rithöfundar sem rannsakar raðmorðingja. Fólkið telur að Satan ætli sér að taka líkama hans yfir. Sá yngsti í hópnum, kennarinn Maya Larkin, fer til Peter til að rannsaka málið frekar, og til að sannfæra hann um að trúa á möguleikann á því að hið illa ætli sér að taka á sig mannsmynd. Aðrar vísbendingar birtast þegar hann og Maya fara í ferðalag sem er fullt af undarlegum atburðum, þau gera sjálfs-uppgötvanir á leiðinni og svo er það lokabardaginn.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd var ekki eins góð og ég hafði vonað. Frekar langdreginn og fyrirsjáanleg. En þó mjög vel tekin og góðir leikarar, svona spooky fílíngur í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meirihlutinn af þessari mynd er mjög góður og ágætis skemmtun en vegna þess hversu hörmulega lélegur, ömurlegur, einfaldur og hræðilega fáránlegur endirinn er þá getur maður ekki gefið þessari mynd meira en eina stjörnu, svo lélegur er nú endirinn. En ef þið viljið sjá 3-4 stjörnu mynd farið þá á þessa mynd og gangið út þegar ca 5-10 mínútur eru eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg stórskemmtileg og frábærlega vel gerð hryllingsmynd um bandarískan metsölurithöfund sem sannfærist um að djöfullinn hafi útvalið hann sem Anti-Krist. Devil’s Advocate og Ninth Gate voru báðar mjög góðar en þessi var jafnvel enn betri og endirinn var sérstaklega vel útfærður. Þetta geta þeir stöku sinnum í Hollywood, ótrúlegt en satt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd gaf mér virkilegan hroll núna þegar skammdegið er að byrja. Myndin fjallar um unga konu sem upppgvötar að SATAN sjálfur er á leið endurrisinnn og það í gegnum þekktan rithöfund. Rithöfundurinn trúir auðvitað konunni ekki að fyrstu en fljótlega fara að gerast furðulegir hlutir í kringum hann og í ljós kemur ástæðan hans í þessu lífi Þessi mynd vekur upp spurningar í lokin sem ég fílaði mjög vel. Reyndar ef þú ert að búast við hörku spennu í anda END OF DAYS þá verðurðu fyrir vonbrigðum þar sem þessi mynd er mun þroskaðri en sú og ég myndi líka telja hana betri en STIGMATA. Leikaranir standa sig allir vel og eins og venjuleag er WINONA RYDER mjög góð. Fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mikið ofsalega er þessi tegund kvikmynda orðin þreytt. Ef þið viljið sjá góða djöflamynd þá ættuð þið að sjá The Exorcist eða Rosemary's Baby, en alls ekki þennan viðbjóð. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við góðu þar sem mér finnst samsetning Winonu Ryder, Janusz Kaminski og John Hurt hljóma frábærlega. Ryder stendur sig vel, Kaminski ætti að halda sig við myndatöku og Hurt gerir lítið sem ekkert í þeim þremur atriðum sem hann sést í, mjög líkt handritinu sem gerir ofsalega lítið merkilegt. Það er ekki einn einasti hápunktur í myndinni og ekki neitt sem bendir til þess að eitthvert atriði hafi átt að vera hápunktur. Þrátt fyrir þetta tekst Kaminski að filma nokkur flott atriði, en engin þeirra eru hrollvekjandi eða spennandi. Jú, reyndar tókst honum að gera mig spenntan í einu atriði en í lok þess var það orðið svo hlægilegt að það missti öll áhrif. Þessi mynd á sér langa og leiðinlega sögu; hún var gerð fyrir löngu og átti að koma út í fyrra en einhverra hluta vegna kemur hún út núna og ég skil það vel afhverju New Line vildi ekki senda þennan ruslviðbjóðsskít frá sér á sama tíma og Blair Witch Project og The Sixth Sense. Það hefði verið hlegið að henni, einmitt það sem hún á skilið. Hún lítur einnig út fyrir að hafa verið klippt í tætlur; allur síðasti hálftíminn er laus við allt samhengi og allt gerist of hratt svo að áhorfandinn fær ekkert tækifæri til að hugsa. Annars er alls ekkert í þessari mynd þess virði að hugsa mikið um, hún er bara léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn