Aðalleikarar
Leikstjórn
Súkkulaði gerir alla graða
Chocolat á fimm Óskara að baki sér, ekki að ástæðulausu. Ef það er einhver mynd sem er fullkominn í rómóið þá er það þessi. Chocolat er ein alllra besta rómantíska mynd sem ég hef séð, ef þú ert að leita að mynd fyrir rómó kvöld með kæró þá er það þessi svo má ekki gleyma að borða súkkulaði og drekka heitt kakó eða kókómjólk með myndinni (án djóks það er lífsnauðsynlegt). Þegar ég sá hana fyrst þá hafði ég ekki neitt súkkulaði til að narta í.
Alltof vönduð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar og allir þá segi ég allir leikararnir í Chocolat stóðu sig með prýði. Hún er gallalaus í því ég hef ekki fundið neinn galla við hana svo þegar maður verður svangur ef maður hefur ekkert að narta í og graður (believe me) svo þá verður maður að hafa eitthvað til að narta í. Ef þú ert að leita af góðri, vandaðari, mögnuðum leikurum þá ertu búinn að finna meistaraverkið því Chocolat hefur þetta allt í sér.
Juliette Binoche sem leikur eitt aðalhlutverkið kemur í þorpið í Frakklandi ásamt dóttur sinni og þær byrja að stofna lítið súkkulaði fyrirtæki svo koma viðskiptavinirnir hægt og rólega inní þetta meistaraverk og fara svo að kaupa súkkulaði og verða gröð. Alfred Molina tekur að sér hlutverkið Comte de Reynaud sem er bæjarstjórinn í þessu þorpi. Hann hefur mjög lítinn áhuga að láta þær standa sig í viðskiptaheiminum svo hann gerir allt í sínu valdi til að láta engan versla við þær svo hann fær kirkjuna með sér í lið. En þær mæðgur láta ekkert stoppa sig og fara í samkeppni við Comte de Reynaud. Einn daginn þá kemur skip með nokkra ferðamenn sem eru að flakka á milli landa og þorpa (eins og mæðgurnar) en Comte de Reynaud nær völdum yfir þeim og nær að heilaþvo þorpið og þá vill enginn hleypa þessum ferðamönnum í búðirnar nema mæðgurnar og þá kemur Johnny Depp í söguna (Roux) og Roux fer svo að hjálpa þeim í viðskiptum við bæjarbúa svo verða Vianne og Roux hrifin af hvoru öðru. Armande Voizin (Judi Dench) á húsnæðið þeirra mæðgnanna svo Vianne reynir að hjálpa öllum bæjarbúum sem mest og reynir líka að hjálpa Armande til að fá að sjá barnabarnið sitt frá móður barnsins. Það gengur mis vel, svo nær Vianne að bjarga einni konu frá heimilisofbeldi frá eiginmanni sínum Jean-Marc Drou (Antonio Gil). Comte de Reynaud fer svo að kenna Jean-Marc mannasiði og fer að manna hann. Svo bara endirinn :D
Hvernig virkar þessi mynd ? Hún virkar eins vel og hún getur virkað, það er næstum allt í myndinni og það virkar allt svo vel. Kynlíf er aðal markið í Chocolat svo allir sem eru búnir að sjá Chocolat hljóta að vera sammála mér að Chocolat er eitt stórt meistaraverk. Juliette Binoche hlaut Óskarinn sem "Besta leikkona í aðalhlutverki" og líka annan Óskarinn á hitt meistaraverkið hennar The English Patient sem er líka næstum fullkomin.
Einkunn: 10/10 - "Alltof vönduð, góð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar. Meistaraverk !!!! " Sjáðu hana
Chocolat á fimm Óskara að baki sér, ekki að ástæðulausu. Ef það er einhver mynd sem er fullkominn í rómóið þá er það þessi. Chocolat er ein alllra besta rómantíska mynd sem ég hef séð, ef þú ert að leita að mynd fyrir rómó kvöld með kæró þá er það þessi svo má ekki gleyma að borða súkkulaði og drekka heitt kakó eða kókómjólk með myndinni (án djóks það er lífsnauðsynlegt). Þegar ég sá hana fyrst þá hafði ég ekki neitt súkkulaði til að narta í.
Alltof vönduð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar og allir þá segi ég allir leikararnir í Chocolat stóðu sig með prýði. Hún er gallalaus í því ég hef ekki fundið neinn galla við hana svo þegar maður verður svangur ef maður hefur ekkert að narta í og graður (believe me) svo þá verður maður að hafa eitthvað til að narta í. Ef þú ert að leita af góðri, vandaðari, mögnuðum leikurum þá ertu búinn að finna meistaraverkið því Chocolat hefur þetta allt í sér.
Juliette Binoche sem leikur eitt aðalhlutverkið kemur í þorpið í Frakklandi ásamt dóttur sinni og þær byrja að stofna lítið súkkulaði fyrirtæki svo koma viðskiptavinirnir hægt og rólega inní þetta meistaraverk og fara svo að kaupa súkkulaði og verða gröð. Alfred Molina tekur að sér hlutverkið Comte de Reynaud sem er bæjarstjórinn í þessu þorpi. Hann hefur mjög lítinn áhuga að láta þær standa sig í viðskiptaheiminum svo hann gerir allt í sínu valdi til að láta engan versla við þær svo hann fær kirkjuna með sér í lið. En þær mæðgur láta ekkert stoppa sig og fara í samkeppni við Comte de Reynaud. Einn daginn þá kemur skip með nokkra ferðamenn sem eru að flakka á milli landa og þorpa (eins og mæðgurnar) en Comte de Reynaud nær völdum yfir þeim og nær að heilaþvo þorpið og þá vill enginn hleypa þessum ferðamönnum í búðirnar nema mæðgurnar og þá kemur Johnny Depp í söguna (Roux) og Roux fer svo að hjálpa þeim í viðskiptum við bæjarbúa svo verða Vianne og Roux hrifin af hvoru öðru. Armande Voizin (Judi Dench) á húsnæðið þeirra mæðgnanna svo Vianne reynir að hjálpa öllum bæjarbúum sem mest og reynir líka að hjálpa Armande til að fá að sjá barnabarnið sitt frá móður barnsins. Það gengur mis vel, svo nær Vianne að bjarga einni konu frá heimilisofbeldi frá eiginmanni sínum Jean-Marc Drou (Antonio Gil). Comte de Reynaud fer svo að kenna Jean-Marc mannasiði og fer að manna hann. Svo bara endirinn :D
Hvernig virkar þessi mynd ? Hún virkar eins vel og hún getur virkað, það er næstum allt í myndinni og það virkar allt svo vel. Kynlíf er aðal markið í Chocolat svo allir sem eru búnir að sjá Chocolat hljóta að vera sammála mér að Chocolat er eitt stórt meistaraverk. Juliette Binoche hlaut Óskarinn sem "Besta leikkona í aðalhlutverki" og líka annan Óskarinn á hitt meistaraverkið hennar The English Patient sem er líka næstum fullkomin.
Einkunn: 10/10 - "Alltof vönduð, góð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar. Meistaraverk !!!! " Sjáðu hana
Mjög góð mynd í anda Gestaboðs Babettu en boðskapurinn minnir einnig eilítið á Pleasantville. Leikurinn í myndinni er óaðfinnanlegur, öll umgjörð til fyrirmyndar og húmorinn frábær. Ég hefði þó voljað sjá meiri tilþrif í kvikmyndatöku. Mörg skotin voru reyndar ágæt en mér fannst sem lítið hafi verið lagt í að byggja upp ramman. Og að lokum eitt. Það eyðilagði mikið fyrir mér að talið var aðeins á undan myndinni. Það er alveg óþolandi að kvikmyndahús skuli ekki passa upp á svona lagað. Í raun hefði maður átt að fá endurgreitt, því maður fékk ekki það sem maður borgaði fyrir. Annars bara bravó!!! Glæsileg og stórskemmtileg mynd sem ætti að höfða til allra.
Vönduð og vel gerð úrvalsmynd sem var tilnefnd til fimm óskarsverðlauna árið 2000; sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikkonu í aðalhlutverki (Juliette Binoche), leikkonu í aukahlutverki (Dame Judi Dench), kvikmyndatónlist og handrit byggt á áður útgefnu efni. Hér er sögð saga Vianne Rocher (Binoche) sem kemur ásamt dóttur sinni í lítið þorp í Frakklandi 15 árum eftir síðari heimsstyrjöldina (um 1960) og hefur mikil áhrif á íbúa bæjarins þegar hún opnar súkkulaðibúð í bænum á miðri páskaföstunni, en íbúarnir eru heftir af strangtrúuðum borgarstjóra (Alfred Molina). Íbúarnir eru einnig strangtrúaðir og gamlar hefðir eru þar í hávegum hafðar. Vianne er afar ólík bæjarbúum að því leyti að hún er ekki trúuð og er einnig mun frjálslyndari manngerð. Snjöll uppátæki hennar í súkkulaðibúðinni sinni fá marga bæjarbúana til þess að endurmeta bæði gildi sín og ekki síst lífsviðhorf og á það ekki síst um Armande Voizin (Dench) sem er í upphafi gömul og geðstirð kona. En er hún kynnist Vianne breytist líf hennar til mikilla muna. Kyrrðin er semsagt rofin með freistandi súkkulaði og sönnum nautnum í þessa litla franska þorpssamfélagi og það verður ekki aftur snúið eða hvað... Sænski leikstjórinn Lasse Hallström (Mit Liv som Hund, The Cider House Rules) skapar hér sæta og afar skemmtilega dæmisögu um heftar langanir fólks og leiðina til að losa um þær. Óskarsverðlaunaleikkonan Juliette Binoche fer á kostum í hlutverki Vianne Rocher og hlaut hún verðskuldaða óskarsverðlaunatilnefningu fyrir magnaðan leik sinn. Hún skapar skemmtilega og heilsteypta manngerð, rétt eins og hún gerði svo eftirminnilega í hlutverki sínu (sem hjúkrunarkonan Hana) í The English Patient en hún vann óskarinn sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir magnaðan leik sinn í þeirri mynd árið 1996. Leikarahópurinn er ekki af verri endanum og ásamt Juliette Binoche má nefna þau Johnny Depp, Alfred Molina, Lenu Olin, Carrie-Ann Moss og Leslie Caron sem var svo eftirminnileg í gamla dag í myndum á borð við An American in Paris, Lili, Gigi og Fanny svo eitthvað sé nefnt af hennar magnaða leikferli. En senuþjófur myndarinnar og sú sem á bestu leikframmistöðuna er án nokkurs vafa hin einstaka breska óskarsverðlaunaleikkona Dame Judi Dench (Shakespeare in Love) en hún fer algerlega á kostum í hlutverki Armande Voizin, geðstirðrar gamallar konu sem verður sem ljúfasta lamb er hún kynnist Vianne. Súkkulaði kemur mikið við sögu í þessari mynd og hef ég sjaldan orðið eins svangur við að horfa á eina mynd og ég rauk því til í hléinu og keypti mér súkkulaði. Það þarf eiginlega að maula súkkulaði yfir þessari mynd (ég mæli allavega eindregið með því) það verða allavega flestir svangir yfir þessari mynd. Semsagt; þetta er stórskemmtilegt og mjög vandað sjónarspil um ólík lífsviðhorf og þroskaferla skemmtilegs fólks. Ég mæli eindregið með þessari mynd, en hún er í senn einföld og vel gerð og ætti að vera við hæfi allra sannra kvikmyndaunnenda. Lítil og dísæt perla!
Allt í lagi mynd, en engan veginn 5 Óskarstilnefninga virði. Ég var mjög sáttur við að Chocolat var sniðgengin á afhendingunni sjálfri. Johnny Depp passar illa inn í mynd þar sem Juliette Binoche og Judi Dench fara fremstar í flokki. Enn ein Miramax-myndin sem var framleidd einungis til þess að vera verðlaunuð (sbr. Shakespeare in Love árið 1999 og Cider House Rules í fyrra, en því miður er þessi mun slappari en hinar. Tók enginn annar eftir því að söguþráðurinn er nákvæmlega sá sami og í Footloose???
Chocolat er einföld en vel gerð mynd sem segir frá flökkukonunni Vianne (Juliette Binoche) sem kemur ásamt dóttur sinni til smábæjar nokkurs þar sem allir íbúar eru strangtrúaðir og gamlar hefðir eru í hávegum hafðar. Vianne er ólík bæjarbúum að því leyti að hún er ekki trúuð og mun fjrálslyndari týpa. Því bregður mörgum í brún þegar hún opnar súkkulaðibúð í miðri páskaföstunni, en uppátæki hennar fá marga bæjarbúana til þess að endurmeta gildi sín. Eins og áður sagði er Chocolat einföld mynd, litlar sem engar kröfur eru gerðar til vitsmuna áhorfenda og jafnframt mætti setja út á frumleika hennar þar sem hún minnir óneitanlega á myndir eins og Pleasantville í stórum dráttum. Þessir gallar háðu samt myndinni ótrúlega lítið og reyndist hún vera hin besta skemmtun. Nokkrar góðar leikframmistöður er hér að finna, sérstaklega hjá Juliette Binoche, Judi Dench og Lenu Olin. Það var líka áhugavert að sjá Carrie Ann Moss (Trinity úr The Matrix) takast á við hlutverk sem reyndi aðeins á. Chocolat er mynd sem höfðar til breiðs hóps og ætti því að vera prýðileg skemmtun fyrir flesta.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Robert Nelson Jacobs, Joanne Harris
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$152.500.343
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. mars 2001
Útgefin:
1. maí 2015
VOD:
1. maí 2015