Náðu í appið

Get Over It 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. maí 2001

Get Dumped. Get Pumped. Get Even.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Pottþétt gamanmynd fyrir unga sem aldna. Frá þeim sömu og færðu okkur She´s All That! Berke (Ben Foster) og Allison (Melissa Sagemiller) voru hið fullkomna framhaldsskólapar...síðan dömpaði hún honum! Nú þurfa Felix (Colin Hanks; That Thing You Do) og Dennis (nærbuxna-Thong-Song tryllirinn), bestu vinir Berke, að hjálpa honum að gleyma fyrrverandi...en hann... Lesa meira

Pottþétt gamanmynd fyrir unga sem aldna. Frá þeim sömu og færðu okkur She´s All That! Berke (Ben Foster) og Allison (Melissa Sagemiller) voru hið fullkomna framhaldsskólapar...síðan dömpaði hún honum! Nú þurfa Felix (Colin Hanks; That Thing You Do) og Dennis (nærbuxna-Thong-Song tryllirinn), bestu vinir Berke, að hjálpa honum að gleyma fyrrverandi...en hann vill hana aftur! Því miður fyrir hann þá er hún orðinn heilluð af flottasta gaurnum í skólanum, Striker (Shane West; Dracula 2001). Ómögulegt ástand þangað til yngri systir Felix, Kelly (Kirsten Dunst; Get Over It) kemur inn í dæmið. Hún er með sínar eigin hugmyndir (og tilfinningar) um Berke. En hvernig getur hún heillað hann þegar sú fyrrverandi er með klærnar í honum? Áður en þau geta kýlt á það þarf hún að hjálpa honum að jafna sig! Hinn óborganlegi Martin Short (Father of the Bride, Pure Luck og Three Fugitives) er drama kennarinn klikkaði og fer á kostum! JAFNAÐU ÞIG... - get dumped. get pumped. get even!... minna

Aðalleikarar


Góð mynd með ekkert sérstaklega frægum en góðum leikurum og fínum söguþræði. Þessa mynd ætti enginn maður að missa af
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd fyrir 14 ára og yngri! Það þarf ekki að segja meira. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd geðveikt skemmtileg! Þegar ég sá Bring it on hélt ég að Kristen Dunst væri bara klappstýra en svo þegar hún kom í þessari mynd þá fannst mér hún leika bara þó nokkuð vel miðað við byrjanda. Myndin er fyndin og rómantísk í senn og gaman að fara á hana eitt rigningarlaugardagskvöldið í sumarfríinu. Ég fór á hana með bestu vinkonu minni og við fíluðum hana í botn. Ég viðurkenni að ég hélt að Sisqo væri ömurlegur leikari, en hann var bara frábær og ég sé ekki eftir að hafa farið á þessa mynd! Frábær mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn