Náðu í appið
Öllum leyfð

Planet of the Apes 1968

Somewhere in the universe there must be something better than man. In a matter of time, an astronaut will wing through the centuries and find the answer. He may find the most terrifying one of all on the planet where apes are the rulers and man the beast.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Árið 3978 eftir krist lendir geimfar með fjórum mönnum innanborðs á fjarlægri plánetu. Einn af áhafnarmeðlimum dó í geimnum og hinir þrír fara út til að kanna plánetuna. Þeir komast fljótt að því að plánetan er mjög svipuð þeirra eigin. Þeir komast svo að því að plánetan er byggð af gáfuðum öpum. Einn mannanna er skotinn og drepinn og hinir... Lesa meira

Árið 3978 eftir krist lendir geimfar með fjórum mönnum innanborðs á fjarlægri plánetu. Einn af áhafnarmeðlimum dó í geimnum og hinir þrír fara út til að kanna plánetuna. Þeir komast fljótt að því að plánetan er mjög svipuð þeirra eigin. Þeir komast svo að því að plánetan er byggð af gáfuðum öpum. Einn mannanna er skotinn og drepinn og hinir eru teknir höndum og farið með þá í borg apanna. Þar er gerður heilauppskurður á einum þeirra og hann lendir í dauðadái. Hinn verður vinur nokkurra apa, en flestir óttast hann. Eftir að hafa farið fyrir rétt, þá flýr hann ásamt konu sem býr á plánetunni. Eftir að hafa hjálpað apavini sínum að sleppa frá réttarhöldum, þá flýr hann út í óbyggðir með konunni. Þar kemst hann að því að plánetan er kannski ekkert svo fjarlæg eftir allt saman ...... minna

Aðalleikarar


Gamla Planet of the Apes er miklu betri heldur en hin ömurlega endurgerð Tim Burton. Charlton Heston leikur aðalhlutverkið hér, geimfara sem, eftir að hafa legið í dásvefni á ferð sinni um geiminn í 1000 ár lendir á plánetu þar sem þróaðir apar stjórna öllu og mállausir menn eru hundeltir. Charlton Heston er algjör snilldarleikari og gerir myndina góða. Hann leikur geimfarann Taylor þannig að hann nær til manns og maður finnur til með. Planet of the Apes byrjar snilldarlega vel og endar líka þannig. Það sem er út á hana að setja er miðkaflinn sem virðist endurtaka sig soldið, notar það sama aftur og aftur og hættir að koma á óvart en þegar fer að líða að endirnum þá tekur spennan og ferskleikinn við. Lokaatriðið toppar þetta síðan. Ég get því miður ekki kallað Planet of the Apes neina snilld en fyrir alla sanna Charlton Heston aðdáendur er þessi skylduáhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær vísindakáldsaga um geimfara sem brotlendir á plánetu sem stjórnað er af öpum. Þessi mynd er vel leikinn, með fínt handrit, og einum flottasta endi sem ég hef séð. Þessi mynd er skyldueign á DVD fyrir alla alöru safnara.Klassík
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórskemmtileg tímamótamynd og hefur elst allþokkalega.

Heston fer fyrir flokki geimfara sem... og allir vita söguna.

Talsvert skemmtilegri og gáfulegri en endurgerðin að mínu viti.

Alger nauðsyn á heimili hvers vísindaskáldsöguunnanda, en sjáið breiðtjaldsútgáfuna ef völ er á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mun betri en nýja Planet of the apes myndin. Myndin fjallar um geimfara sem brotlenda á einkennilegri plánetu sem er stjórnað af öpum. Charlton Heston er alveg frábær í myndinni og endirinn er alveg frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú fílar vísindaskáldsögur þá er það allger SKYLDA að sjá þessa mynd. Það vita sennilega allir um hvað þessi mynd fjallar en fyrir þá sem vita það ekki fjallar hún um geimfaran Taylor (Charlton Heston) sem brotlendir skipi sínu á óþekktri plánetu þar sem apar ráða ríkjum og menn eru veiddir upp á sport. Þetta er ein af þessum Hvað ef myndum. Svoleiðis myndir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mæli eindregið með þessari snilld. Myndin er komin vel til ára sinna og er löngu orðin klassísk. Mæli eindregið með henni ef þú fílar vísindaskáldsögur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn