Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Specialist 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The government taught him to kill. Now he's using his skills to help a woman seek revenge against the Miami underworld.

110 MÍNEnska
Vann 2 Razzie verðlaun. Sharon Stone sem versta leikkona og Stone og Stallone sem versta par.

Ray Quick og Ned Trent voru félagar og samstarfsmenn; einhvers konar sprengjusérfræðingar hjá CIA sem voru sendir hingað og þangað til að ráða illmenni af dögum. En þeim lenti saman og eru nú svarnir óvinir. Síðan eru liðin 10 ár. Ray býr nú í Miami og er hættur hjá CIA en er ennþá í sprengjubransanum; hann er nokkurs konar málaliði sem auglýsir þjónustu... Lesa meira

Ray Quick og Ned Trent voru félagar og samstarfsmenn; einhvers konar sprengjusérfræðingar hjá CIA sem voru sendir hingað og þangað til að ráða illmenni af dögum. En þeim lenti saman og eru nú svarnir óvinir. Síðan eru liðin 10 ár. Ray býr nú í Miami og er hættur hjá CIA en er ennþá í sprengjubransanum; hann er nokkurs konar málaliði sem auglýsir þjónustu sína á Internetinu en tekur ekki að sér að vinna verk af þessu tagi nema þegar nauðsyn krefur til að hann nái endum saman og aðeins ef málstaðurinn er góður. May Munro vill ráða Ray Quick í þjónustu sína til þess að hefna fyrir dauða foreldra sinna sem kúbverskir mafíósar myrtu fyrir framan augun á henni þegar hún var lítil. Í fyrstu vill Ray ekkert hafa með málið að gera og því tekur May málið í eigin hendur og fer að gera sér dælt við mafíósana, foringjann Joe Leon en þó einkum son hans og erfingja Tomas. Hún heldur hins vegar sambandi gegnum síma og smám saman dregst Ray að atburðarásinni og May. En það er óvænt ljón í veginum, því á launaskrá mafíósanna er enginn annar en höfuðandstæðingur Rays, gamli félaginn Ned Trent. Hinir svörnu andstæðingar ætla nú að gera út um gamlar sakir um leið og þeir vinna verkin sem þeir hafa tekið að sér og sprengjurnar taka að springa og bófarnir að falla.... minna

Aðalleikarar


Dásamleg ræma! Enn og aftur sýnir Stallone óumdeilanlega leikhæfileika sína og með ofurkroppinn Stone við hlið sér getur þetta ekki klikkað. Útkoman er samkvæm því, stórkostleg spennumynd sem ætti að höfða til allra sem kunna að gott að meta. Síðan má ekki gleyma framlagi James Woods og ótrúlegt hversu mikið hann hefur vaxið sem leikari síðan í stórmyndinni The cop. Eina ástæðan fyrir því að þessi mynd fær ekki fjórar stjörnur er sorgleg frammistaða Eric Roberts sem sýnir það að þrátt fyrir að almenn skoðun sé á þá leið að hann geti ekki orðið verri en í myndum eins og Blood red og Shadow man, en hann reynir sitt besta í þessari mynd. Luis Llosa stendur sig hér með príði í leikstjórastólnum og sýnir að frumraunin Sniper er ekkert glópalán! Hann heldur sterkt um taumana þrátt fyrir að hann hafi ekki ráðið við Eric Roberts hér. Það er hiklaust hægt að seta þessa mynd í sama klassa og myndir eins og Dr. No, Bond myndina klassísku og The french connection með Gene Hackman! Enginn alvöru karlmaður yrði svikinn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drepleiðinleg mynd. Stallone er skelfilega leiðilegur leikari svo ekki sé meira sagt. Vonandi að hann fari sem fyrst í sem lengst frí. Stone er líka stórkostlega ofmetin leikkona, hún getur ekki leikið frekar en símastaur. Þetta er mynd sem gleymist öllum fljótt. Punktur og basta...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stay away ! Dapurleg ræma. En það sem mér fannst nú einna dapurlegast : eftir að upptökum lauk þá lét Stallone taka upp eitt atriði enn BARA til að hans karakter gæti nú fengið misþyrma einhverjum aulum og til að Sly fengi að hnykla vöðvana. Again, STAY AWAY !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn