Dásamleg ræma! Enn og aftur sýnir Stallone óumdeilanlega leikhæfileika sína og með ofurkroppinn Stone við hlið sér getur þetta ekki klikkað. Útkoman er samkvæm því, stórkostleg spen...
The Specialist (1994)
"The government taught him to kill. Now he's using his skills to help a woman seek revenge against the Miami underworld."
Ray Quick og Ned Trent voru félagar og samstarfsmenn; einhvers konar sprengjusérfræðingar hjá CIA sem voru sendir hingað og þangað til að ráða illmenni af dögum.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Ray Quick og Ned Trent voru félagar og samstarfsmenn; einhvers konar sprengjusérfræðingar hjá CIA sem voru sendir hingað og þangað til að ráða illmenni af dögum. En þeim lenti saman og eru nú svarnir óvinir. Síðan eru liðin 10 ár. Ray býr nú í Miami og er hættur hjá CIA en er ennþá í sprengjubransanum; hann er nokkurs konar málaliði sem auglýsir þjónustu sína á Internetinu en tekur ekki að sér að vinna verk af þessu tagi nema þegar nauðsyn krefur til að hann nái endum saman og aðeins ef málstaðurinn er góður. May Munro vill ráða Ray Quick í þjónustu sína til þess að hefna fyrir dauða foreldra sinna sem kúbverskir mafíósar myrtu fyrir framan augun á henni þegar hún var lítil. Í fyrstu vill Ray ekkert hafa með málið að gera og því tekur May málið í eigin hendur og fer að gera sér dælt við mafíósana, foringjann Joe Leon en þó einkum son hans og erfingja Tomas. Hún heldur hins vegar sambandi gegnum síma og smám saman dregst Ray að atburðarásinni og May. En það er óvænt ljón í veginum, því á launaskrá mafíósanna er enginn annar en höfuðandstæðingur Rays, gamli félaginn Ned Trent. Hinir svörnu andstæðingar ætla nú að gera út um gamlar sakir um leið og þeir vinna verkin sem þeir hafa tekið að sér og sprengjurnar taka að springa og bófarnir að falla.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Vann 2 Razzie verðlaun. Sharon Stone sem versta leikkona og Stone og Stallone sem versta par.
Gagnrýni notenda (3)
Drepleiðinleg mynd. Stallone er skelfilega leiðilegur leikari svo ekki sé meira sagt. Vonandi að hann fari sem fyrst í sem lengst frí. Stone er líka stórkostlega ofmetin leikkona, hún getur e...
Stay away ! Dapurleg ræma. En það sem mér fannst nú einna dapurlegast : eftir að upptökum lauk þá lét Stallone taka upp eitt atriði enn BARA til að hans karakter gæti nú fengið misþyrm...




















