Aðalleikarar
Leikstjórn
Hvað þarf að segja? Sameiginleg sturta hjá báðum kynjum, flottar kellingar, flott geimskip og slatti af illa vopnuðu fólki í tilgangsleysi með að skjóta risapöddur af návígi svo að ekki þurfi að eyða í þær rándírum sprengjum. Það má hafa gaman af svona bulli, ef að menn nenna að slökkva á heilanum í smá stund. Ekta Amerískt. Would you like to know more?
Já þessi mynd er ein fárra sannana um að geimmyndir geti verið góðar. Tæknibrellurnar eru flottar og tónlistin fín. Söguþráðurinn er allt í lagi. Forsagan er nægilega stór svo maður skilji myndina. Leikararnir er sannfærandi með Casper Van Dien í fremstu víglínu.
Myndin er þó smá langdregin og fréttaskotin sem koma inn á milli í myndinni eru fáráleg. En þessi mynd heldur sér fyrir ofan velsæmilínuna og fellur ekki í gryfju hinna lélegu Hollywoodmynda. :d
Að mínu mati er þessi mynd algjör snilld. En leikararnir mættu vera betri en annars er þessi mynd snilld. Ég hef ekki séð mikið fleiri myndir eftir hann Paul en ég myndi búast við að þeir væru líka góðar miðað við þessa. Tæknibrellurnar er mjög góðar en stundum finnst manni of mikið af eyðileggingu á geimskipum manna. Geimverurnar eru vel gerðar og það er ekki mikið af rugli í kringum þær. Þetta er mitt mat á Starship Troopers. Ég kveð.
Ágæt mynd en kannski frekar langdregin. Einhver risastór skordýr ógna jörðinni út í geim og hermenn þurfa að drepa þau. Jafnvel næstum því jafn langdregin og Scanners eftir David Cronenberg en samt algjör slasher mynd.
Star Ship Troopers er án efa frekar sérstök mynd. Ég er ekkert svo mikið fyrir geimverutrylla en þessi mynd var samt frekar góð. Hún fjallar um stríð milli manna og geim-skordýra sem vilja öll yi´firráð í vetrarbrautinni. Söguþráðurinn er ekkert spes en tæknibrellur og hasaratriði gera það að verkum að ég gef henni þrjár stjörnur. Gunnarr Baldursson
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Robert A. Heinlein, Edward Neumeier
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 1997
VHS:
6. júlí 1998