Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Brotherhood Of The Wolf 2001

(Le Pacte des loups, Bræðralag úlfsins)

Frumsýnd: 16. nóvember 2001

142 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Myndin gerist á 18. öldinni í Frakklandi. Chevalier de Fronsac og indjáninn vinur hans, Mani, eru sendir af konunginum til Gevaudan sýslu, til að rannsaka lát hundruða manna og dýra, af völdum dularfullrar skepnu.

Aðalleikarar


Jú, Frakkar hafa gert heilan haug af stórgóðum myndum og þessi er örugglega EKKI ein af þeim. Sögð byggð á sannsögulegum atburðum, sem er álíka líklegt og ef hið sama hefði verið sagt um Mars Attacks.

Fer ágætlega af stað, þ.e.a.s. ef maður slekkur á heilanum og hugsar ekki út í hvar indíáninn hefur lært Kung Fu, en fellur í sorpkategoríuna um hálfleik.

Stjörnuna fær Monica Belluci, því hún er svo sæt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er voðalítið sem ég get sagt um þessa mynd þannig þetta verður bara hnitmiðað og stutt.Þetta er afar flott mynd með flottum atriðum hins vegar er sögurþráður afarflókkin á köflum og mér finnst atburðarásinn stundum missa þráðinn þannig að maður getur verið búinn að horfa á hálfamynd og þurft að stoppa og hugsa til baka. Í þessari mynd eru hins vegar afar flott atriði og fyrir þá sem finnst gaman af flottri bardagamynd ættu ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég missti af þessari mynd í bíó og beið því spenntur eftir því að hún kæmi á leigurnar og því miður verð ég að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Myndin gerist á seinni hluta 18.aldar í Frakklandi og fjallar í stuttu máli um skepnu sem hefur drepið yfir hundrað konur og börn. 2 menn eru sendir að tilskipan konungs að finna og drepa skepnuna. Inn í þetta blandast pólitík og ástarsamband. Það er kannski stærsti galli myndarinnar, það er of flókin söguþráður. Leikstjórinn hefur ekki alveg vitað hvort hann ætlaði að gera sögulega, pólitíska, hollvekjandi eða spennandi mynd. Allt blandast saman í einkennilega samsuðu. Myndin er samt ágætlega leikin og frábærlega tekin. Umhvwerfið er líka allt hið glæsilegasta. Get samt ekki mælt með þessari mynd, hún er allavega ekki fyrir alla.p.s. myndin er að hluta byggð á sannsögulegum atburðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sagan sem myndin segir frá er, þó ótrúleg sé er sönn! Það voru óútkýrð hrottaleg morð framin þarna á þessum tíma. Mér fannst myndin góð, nema þeir hefðu mátt sleppa því að sýna skrýmslið. Það er einhvern veginn meiri óhugnaður í því að ímynda sér það. En myndin er fín skemmtun og vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brotherhood of the Wolf er áhugaverð, en því miður misheppnuð, kvikmynd. Myndin er nokkurskonar blanda af ævintýramynd og hrollvekju en svo virðist sem að það hafi ekki nægt leikstjóranum, Christophe Gans, því hann reynir að hlaða pælingum ofan á pælingar án nokkurs árangurs, ég kem að því síðar. Rauði þráður myndarinnar er góður - tveir dularfullir menn koma til þorpsins Gevaudan til að ráða niðurlögum dularfulls skrímslis sem hefur verið að gæða sér á óheppnum konum og börnum í samfélaginu en það virðist forðast karlmenn. Annar mannanna, Mani, er bardagamaður af bestu gerð en hinn, Fronsac, er tungulipur og myndarlegur - týpískur frakki. Á fyrstu 10 mínútunum kemur myndin til skila skemmtilegri og dularfullri sögu - við erum spennt frá byrjun og viljum vita hvað mun gerast. Byrjunaratriðið hjálpar svo sannarlega til en þá sjáum við unga stúlku hakkaða í spað af óséða skrímslinu - þetta atriði er afskaplega vel gert, fallega tekið og slo-mo tæknin notuð óspart. Það bara synd að myndin nær aðeins einu sinni að jafna þetta atriði (flashback atriðið með litlu stelpunni) því eftir þessar fyrstu tíu mínútur versnar myndin stöðugt. Gallinn felst í því að Gans, ásamt meðhöfundi sínum Stéphane Cabel, reynir að gera myndina að einhverju meira en skrímslamynd - þeir reyna að bæta við einhverri þjóðfélagsádeilu sem meikar bara ekkert sens og er ádeilan veik og frekar tilgangslaus. Svo virðist sem að Gans hafi ekki þorað ganga nógu langt í flestum tilfellum. Sem skrímslamynd gengur Brotherhood alls ekki nógu langt þar sem allar útskýringar svíkja meira og minna lit (svo ekki sé minnst á það að þær eru allar frekar ótrúverðugar og ókláraðar) og öll ádeilan, eða það sem virðist vera ádeila, tapast algjörlega í kaosinu í endanum. Og talandi um endalokin á þessari mynd! Ég taldi a. M. k. þrjá mismunandi enda, sem væri ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir það að þeir eru allir meira og minna anticlimaxar sem lofa í byrjun góðu en renna út í sandinn þegar að lokum kemur. Allar tilraunir til að útskýra nokkurn skapaðan hlut eru bara fáránlegar, sérstaklega þegar litið er til þess að Gans og Cabel útskýra hluti sem þurfa ekki á útskýringum að halda en gleyma öðrum atriðum sem við viljum betur skýrð. Ég er ekki ennþá viss um hvað var að gerast í lokin. Bláendirinn eru þó samt alverstur, algjörlega út úr kú miðað við það sem á undan fór og algjörlega tilgangslaus. Svo er myndin líka allt of löng og verður alveg hrikalega langdregin þegar u.þ. B. tveir tímar eru búnir. Brotherhood of the Wolf er frábær mynd sem er föst inni í meðalmynd. Ef hún hefði verið klippt aðeins til (m. A. hin veika frásagnaraðferð - myndin er sögð í flashbacki) og hinu og þessu í sambandi við lokin hefði verið breytt þá væri hér á ferð algjört meistaraverk. Ef Gans og Cabel hefðu bara þorað að fara alla leið með skrímslahugmyndina og sleppt öllum mannlega hlutanum út úr þeirri sögu (eða bara útskýrt hana betur) þá hefði það reyndar verið nóg, en eins og hún stendur þá er Brotherhood óvenju fallega tekin mynd sem hefur lítið annað en útlitið með sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn