Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shallow Grave 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

What's a little murder among friends?

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Myndin hefst á því þegar þrjár manneskjur sem búa saman í fjögurra herbergja íbúð eru að leita að meðleigjanda. Þau taka viðtöl við umsækjendur á óvenjulegan og fyndinn hátt. Að lokum þá eru þau öll sammála um einn af umsækjendunum. Hann flytur inn, læsir hurðinni að herbergi sínu, og sést ekki framar. Eftir tvo til þrjá daga þá verða þremenningarnir... Lesa meira

Myndin hefst á því þegar þrjár manneskjur sem búa saman í fjögurra herbergja íbúð eru að leita að meðleigjanda. Þau taka viðtöl við umsækjendur á óvenjulegan og fyndinn hátt. Að lokum þá eru þau öll sammála um einn af umsækjendunum. Hann flytur inn, læsir hurðinni að herbergi sínu, og sést ekki framar. Eftir tvo til þrjá daga þá verða þremenningarnir forvitnir og brjótast inn til hans. Ekki er hægt að segja meira um söguþráðinn í framhaldinu án þess að spilla fyrir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Shallow Grave er að mínu mati fínasta mynd. Sagan er ótrúlega góð og húmorinn í myndinni er frábær. Hún er leikstýrð af Danny Boyle sem gerði myndir eins og transpotting og 28 days later. Eitt af aðalhlutverkum myndarinnar er leikið af Ewan McGregor en þetta var hans fyrsta mynd eftir að hann útskrifaðist frá leiklistarskólanum Guild hall.

Shallow Grave er um þrjá einstaklinga sem ætla sér að leigja út herbergi í íbúðinni sinni. Eftir þó nokkra leit þá finna þau einn sem þau eru nokkuð sátt með. Daginn eftir að hann flytur inn þá kemur hann ekkert aftur út og eftir nokkra daga þá verða þau forvitinn og brjótast inn í herbergið. Það sem fylgir svo er ótrúleg saga með frábæru plotti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.03.2013

Trainspotting 2 í undirbúningi

Fyrir þremur og hálfu ári síðan fóru af stað sögusagnir um að leikstjórinn Danny Boyle hygðist gera framhald af mynd sinni Trainspotting, Porno. Í nýju viðtali sem ThePlaylist tók við leikstjórann á South by Southwest tónlistar- ,...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn