Sem Disney-mynda-aðdáandi hlakkaði ég rosalega til að sjá framhald af Pétri Pan sem er án efa ein besta mynd frá Disney. En ég hefði átt að vita betur. Þetta er bara eftirlíking fyrstu ...
Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands (2002)
Peter Pan 2: Return to Neverland
Hin sígilda saga af Pétri Pan heldur hér áfram í þessari framhaldsmynd frá Disney.
Öllum leyfðSöguþráður
Hin sígilda saga af Pétri Pan heldur hér áfram í þessari framhaldsmynd frá Disney. Árið 1940 stendur seinni heimsstyrjöldin sem hæst. Wendy er núna orðin fullorðin og á tvö börn. Eitt þeirra er dóttir hennar Jane. Eitt kvöld, eftir loftárásir á borgina, reynir Wendy að létta lund barnanna með því að segja þeim söguna af Pétri Pan og Hvergilandi. Jane trúir engu því sem mamma hennar segir, og segir að þetta sé bara skáldskapur og ævintýri, eða allt þar til Kapteinn Krókur tekur Jane í misgripum fyrir Wendy og rænir henni og fer með hana til Hvergilands, til að nota hana sem tálbeitu til að klófesta Pétur Pan. Pétur reynir síðan að koma Jane til baka heim til sín, en það mun ekki ganga vel fyrr en Jane fer að trúa á töfra ímyndunaraflsins.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Gagnrýni notenda (2)
Hún er mjög vel heppnuð miðað við að vera framhald og er góð fyrir teiknimyndafíkla og frábær fyrir þá yngstu.






















