Náðu í appið
65
Öllum leyfð

Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands 2002

(Peter Pan 2: Return to Neverland)

Frumsýnd: 29. mars 2002

72 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Hin sígilda saga af Pétri Pan heldur hér áfram í þessari framhaldsmynd frá Disney. Árið 1940 stendur seinni heimsstyrjöldin sem hæst. Wendy er núna orðin fullorðin og á tvö börn. Eitt þeirra er dóttir hennar Jane. Eitt kvöld, eftir loftárásir á borgina, reynir Wendy að létta lund barnanna með því að segja þeim söguna af Pétri Pan og Hvergilandi.... Lesa meira

Hin sígilda saga af Pétri Pan heldur hér áfram í þessari framhaldsmynd frá Disney. Árið 1940 stendur seinni heimsstyrjöldin sem hæst. Wendy er núna orðin fullorðin og á tvö börn. Eitt þeirra er dóttir hennar Jane. Eitt kvöld, eftir loftárásir á borgina, reynir Wendy að létta lund barnanna með því að segja þeim söguna af Pétri Pan og Hvergilandi. Jane trúir engu því sem mamma hennar segir, og segir að þetta sé bara skáldskapur og ævintýri, eða allt þar til Kapteinn Krókur tekur Jane í misgripum fyrir Wendy og rænir henni og fer með hana til Hvergilands, til að nota hana sem tálbeitu til að klófesta Pétur Pan. Pétur reynir síðan að koma Jane til baka heim til sín, en það mun ekki ganga vel fyrr en Jane fer að trúa á töfra ímyndunaraflsins. ... minna

Aðalleikarar


Sem Disney-mynda-aðdáandi hlakkaði ég rosalega til að sjá framhald af Pétri Pan sem er án efa ein besta mynd frá Disney. En ég hefði átt að vita betur. Þetta er bara eftirlíking fyrstu myndinna í flestum atriðum. Stelpurnar mínar tvaer skemmtuðu sér konunglega. Annars er hún vel heppnað og skemmtileg. Svo er hún líka meira í stíl við gamlar Disney-myndirnar, ekki eins mikið hávarði í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hún er mjög vel heppnuð miðað við að vera framhald og er góð fyrir teiknimyndafíkla og frábær fyrir þá yngstu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn